Jólin mín byrja á Þorláksmessukvöld. Ég á heima á Neskaupstað og þá eru allir í bænum um kvöldið og allir hittast.
Þá kaupi ég mínar allra síðustu jólagjafir sem eru oftast handa vinkonum.
Á aðfangadag vakna ég alltaf snemma til að kíkja hvað ég fékk í skóinn( er að fara að fermast í mars 2005 þannig að þetta er í síðasta skiptið sem ég fæ í skóinn.) Það er eiginlega hluti að jólunum hjá mér. Síðan förum við bróðir minn að ná í pakkana frá Möggu Stínu frænku sem á heima á Egilsstöðum niður í Olís (þar stoppar rútan) því hún er alltaf á síðasta snúningi :):)
Síðan er farið heim og horft á barnaefnið, maður getur ekki sleppt því :P Algjörlega ómissandi. Síðan er farið í jólabaðið og allir punta sig, og þar sem við erum bara 4 í fjölskyldunni, ég “91, bróðir minn ”84 og mamma og pabbi þá tekur það ekki langan tíma. Síðan er það besta.
Klukkan 6 á Aðfangadag förum við í messu í Norðfjarðarkirkju. Þegar við komum heim borðum við dýrindis máltíð og síðan er ráðist á pakkana!:P Kærasta bróður míns kemur kanski til okkar um jólin, vonandi :D Næst eru það jólakortin og jólaísinn er borðaður yfir þeim. en svo er jólataflið milli pabba og bróður míns, er búið að vera síðan bróðir minn lærði að tefla or some…:P og svo skoða allir gjafirnar og prófa það sem maður fær og svoleiðis :)

Svona eru jólin mín..;)
can we leave the light on, boss ?