Ég er algjört jóla barn ég elska allt sem tengist jólunum.
Á þollák fer ég og kaupi síðustu jólagjöfina hún er handa manninum mínum og hann fer og kaupir mín líka.
Svo hittums við og fáum okkur heitt kakó og köku á kaffihúsi svo förum við heim og skreitum jólatréð og leggjum loka hönd á jólagjafirnar og tökum þær til og öll kortin sem á að keyra út á jóldag. Um hádegi á aðfangdag er jólagrautu hjá mömmu og þá er falin manla og sá sem fynnur hanna fær verlaun. Síðan er farið og rúntað og skoða jólaskrautið í bænum.
svo förum við heim og fáum okkur macintoh eða hverni sem þetta er skrifað og malt,appelsín lufabrauðið má samt ekki vanta.
Svo líður dagurinn og við erum að fá fólk sem er að bera út gjafir og kort.
Svo tíja sig í bað og punta sig fyrir matinn.
Svo er borðað gómsætt svínakjöt og öllu tilheirandi og eftir matinn er gengið frá öllu.
Og svo eru það pakkarnir þeir eru spenandi á meðan er narttað í laufabrauð og ís.
Svo sitjum við í rólegheitum og förum svo að sofa.Dagurinn á eftir er svo halarófa af jólaboðum.

kv Spo
EF getur verið stórt orð