“Ég vil bara fá snjó.”

Áróra sat við gluggann og horfði út. Það var Þorláksmessa og enn skein sólin og var 15°hiti. En enginn snjór. Ekki það hún byggist neitt sérstaklega við snjó, það hafði ekki verið snjór á jólunum nema einu sinni síðan hún fæddist og nú var hún 6 ára.
“Áróra komdu, við erum að fara að kaupa jólagjöfina handa Ernu,” kallaði mamma hennar innan úr forstofu. Erna var óþolandi eldri systir hennar. Hún var algjör andstæða við Áróru, Áróra var frekar þybbin og fannst mjög gaman í snjó, en Erna var þvengmjó og hataði kulda, hjá henni var lífið hræðilegt ef það var ekki 30°hiti.
“Hættu að slóra elskan, við verðum að vera komnar heim eftir 30 mínútur,” æpti mamma hennar stressuð. “Ég fer út í bíl.”
“Ég er á leiðinni,” sagði Áróra þreytulega og fór í úlpu.
Stuttu síðar var hún komin út úr bílnum á bílaplanið við Kringluna.
“Komdu, ég veit um nokkrar búðir,” sagði mamma hennar og dró hana með sér.
“Æji, má ég ekki bara fara í æfintýraland?” spurði Áróra fúl.
“Ekki vera svona leiðinleg, ég á ekki pening og þú veist það, komdu nú,” sagði mamma hennar reið og dró hana með sér.
“Þú átt pening fyrir jólagjöf fyrir Ernu,” sagði Áróra lágt.
“Það er annað og þú veist það, komdu við erum að fara í kiss,” sagði mamma hennar og dröslaði henni af stað.
Í kiss var margt að skoða, eyrnalokkar, armbönd og tísku föt.
“Mamma, má ég fá göt í eyrun?” spurði Áróra þó hún vissi svarið.
“Nei, það er of dýrt og ógeðslegt,” sagði mamma hennar og mátaði föt við sig.
“Já, en Erna er bæði með fjögur göt í eyrunum, eitt í nefinu og eitt í naflanum,” mótmælti Áróra.
“Já, það er allt annað,” svaraði mamma hennar. “Hvernig eru þessir,” bætti hún við og benti á há leðurstígvél.
“Ljót, en þau hæfa Ernu,” sagði Áróra. Hún sá að búðarkonan var farinn að fylgjast með þeim fyrir innan afgreiðsluborðið.
“Ekki segja svona ljótt,” sagði mamma hennar og horfði með áðstúð á stígvélin. “Veistu ég ætla taka þau, hvað kosta þessi?”
“8900 krónur,” sagði afgreiðslukonan.
“Huhh, og þú átt ekki efni til að leyfa mér að fara í æfintýraland,” sagði Áróra fúl og handfjatlaði eyrnalokk. Afgreiðslukonan flissaði lágt, en hætti þegar hún sá fyrirlitningarlegt augnaráð móður Áróru.
“Hvað ertu með þarna elskan?” spurði mamma henanr, svona eins og til að hreinsa þvingað andrúmsloftið.
“Bara eyrnalokka,”sagði hún og ætlaði að hengja þá aftur á sinn stað þegar mamma hennar reif þá af henni.
“Guð, þeir eru frábærir fyrir Ernu, taka þessa líka,” sagði mamma hennar glöð og rétti konunni lokkana.
“Mamma, ætlur þú að eyða öllum peningunum í Ernu, fæ ég ekkert?” Hún reyndi að hljóma ekki ásakandi en það tókst illa.
“Auðvitað, þú færð alltaf eitthvað,” sagði mamma hennar og brosti fölsku brosi.
“Já eins og í fyrra, einn sleikjó og ullarsokka,” sagði Áróra fúl. Afgreiðslukonan sprakk úr hlátri. Mamma Áróru leit hneiksluð á hana, þreif pokann og gekk út.
“Komdu, við erum að fara í Deres, vonandi er viðkunnanlegra afgreiðslufólk þar,” kallaði hún reiðilega og Áróra flýtti sér á eftir henni
Í Deres var margt fólk, og sumir greinilega að kaupa jólagjafir á síðustu stundu eins og þær. Mamma hennar dró hana á eftir sér beint að Henson peysunum.
“Ohh, eru þessar bleiku með hvítu röndunum búnar,” sagði mamma hennar örg. “Afsakið,” kallaði hún í afgreiðslukonu. “Eru þetta einu Hensonpeysurnar sem eru til?”
“Nei, við eigum smá á lager,” svaraði konan.
“Eigið þið þessar bleiku með hvítu röndunum?” spurði mamma hennar.
“Augnablik,” sagði konan og fór.
“Mamma, ætlarðu að kaupa alla Kringluna fyrir Ernu eða hvað?” spurði Áróra.
“Nei, bara stígvélin, eyrnalokkana og svo vonandi peysuna,” sagði mamma hennar.
“Bara?” spurði Áróra.
“Já,” svaraði mamma hennar. “Ahh, þarna kemur hún með kassa.” Hún gekk á móti konunni sem kom með kassa og í sameiningu fundu þær réttu peysuna. En Áróra fylgdist ekki með því, hún hafði komið auga á jólasvein útdeila gjöfum.
“Mamma, má ég fara og fá mér gjöf?” spurði Áróra, en mamma hennar svaraði ekki, hún var upptekinn við að borga peysuna. Áróra hljóp út. Þegar hún kom til jólasveinsins rétti hann henni stóran pakka og klappaði henni á kollinn. Hún þakkaði fyrir og hljóp aftur til mömmu sinnar sem stóð fyrir utan Deres.
“Hvar varstu?” spurði mamma hennar reiðilega.
“Bara að fá mér gjöf hjá jólasveininum,” svaraði hún skömmustulega.
“Hvað er að? Þú átt að láta mig vita. Komdu með þetta,” skammaði mamma hennar þetta og reif af henni pakkann. “Komdu, við erum að fara heim.”
Þegar heim kom var Erna ekki enn kominn heim. Mamma hennar tók alla pokana inn úr bílnum og læsti sig inn í herbergi til að pakka inn meðan Áróra sökkti sér niður í Harry Potter og fangann frá Azkaban. Stuttu seinna kom Erna heim með bestu vinkonum sínum Þóru og Elísu.
“Hæ fituhlussa, hvar er mamma?” spurði Erna og vinkonurnar flissuðu.
“Úti að henda jólgjöfunum þínum,” svaraði Áróra strax. Erna fölnaði.
“Er hún að henda Henson-peysunni og stígvélunum sem ég bað um?” Það kom lágt Ge-vuð frá vinkonunum, Erna var greinilega aðal í klíkunni.
“Já,” sagði Áróra, henni var að takast að æsa Ernu upp, en í því augnabliki gekk mamma hennar út úr herberginu og inn á ganginn og spurði
“Hvað gengur á?” Áróra ætlaði að fara að svara þegar Erna hljóp að mömmu sinni og tók utan um hana og grét gerfi gráti.
“Hún sagði að þú segðir að ég væri of feit til að fá leðurstígvél í jólagjöf,” vældi hún.
“Nei, það sagði hún ekki,” sagði mamma hennar hvasst. Áróru brá svo að hún missti bókina. Mamma hennar hafði aldrei mótmælt Ernu áður. Ernu hafði greinilega líka brugðið því hún kipptist aftur á bak. Vinkonurnar voru farnar að klæða sig í skóna þegar mamma reif þögnina. “Kannski laug hún, og ég veit að það á hún ekki að gera, en það átt þú heldur ekki að gera.” Erna var farin að titra. “Að þú skulir ekki skammast þín. Þú ert eldri og átt að vita það að maður á ekki að ljúga.” Hún leit ástúðlega á Áróru. Svo fór hún aftur inn í herbergi. Áróra leit á Ernu, hún var náföl. Vinkonur hennar voru flúnar og hún stóð ein á móti brjálaðri mömmu. “Áróra, hérna þetta átt þú,” sagði mamma hennar innan úr herberginu. Það var pakkinn frá jólasveininum. Ó hvað hún var ánægð, hún leit út um gluggann. Það var byrjað að snjóa. Hún brosti, kannski þetta yrðu ekki hræðileg jól eftir allt saman.

Þessi saga á að keppa í jólasagnasamkeppninni!