Samdi smá lag/ljóð um jólin :) ohh hvað jólin eru yndisleg. ÉG get ekki beðið :D

Jólin koma, jólastressið með.
Blessuð börnin geta ekki beðið
Barnatíminn í sjónvarpinu.
Sparifötin tilbúin í straujun,
Jólainnkaupin á síðasta snúningi,
Ilmurinn af matnum angar um húsið,
Jólabaðið bíður, heitt og notalegt
Fötin svo þægileg, mjúk og yndisleg.
Góði maturinn bráðnar í munninum,
Börnin gjóa augunum á pakkana,
Jólatréð ljómar og stjarnan á toppnum,
Biðin er á enda, jólaísinn, möndlugrauturinn,
Allt svo yndislegt,
Kvöldið líður svo hratt,
Helmingi hraðar en seinustu dagar að jólum,
Pakkarnir hrópa á mann,
Stundin er runnin upp,
Peysa frá ömmu og afa,
Geislaspilari frá Rósu frænku,
Kerti frá Helga frænda,
Konfektið í skálinni,
Kökurnar um kvöldið,
Allir gestirnir,
Frændfólkið og vinirnir,
Jólasveinninn biður að heilsa,
Kemur ekki fyrr en að ári.
Ó hve Jólin eru æðisleg.