Konfektgerð

Fyrir jólin er gaman að búa til sitt eigið jólakonfekt. Það er líka skemmtilegt að gefa konfekt sem maður hefur sjálfur búið til. Síðasta þriðjudagskvöld fór ég á konfektkvöld í Húsasmiðjunni. Það kom kondidormeistari sem heitir Halldór þangað og var með sýnikennslu. Hann kenndi aðferðir við að búa til konfekt. Þetta var rosalega skemmtilegt. Maður fékk að smakka allar fyllingarnar sem hann bjó til og síðan þegar konfektið var tilbúið fengu allir að smakka nokkra mola. Síðan fengu þeir sem vildu að prófa sjálfir að búa til konfekt. Ég vil benda þeim sem hafa áhuga á að Húsasmiðjan er með þessi konfektkvöld víðsvegar um landið núna í nóvember.

Það er rosalega sniðugt að kaupa sér konfektform en maður ætlar að fara að búa til flott konfekt (fæst t.d. í Húsasmiðjunni), en ég hugsa að það sé líka að hægt að nota klakaform (nema hvað þá verða molarnir kannski furðulegir í laginu. Mér er bara hugsað til klakaformsins míns sem er með kókflöskum. Ef maður ætlar að nota svona form við konfektgerðina bræðir maður súkkulaði (verður að passa að nota rétta tegund, það er ekki hægt að nota hvaða tegund af súkkulaði sem er í svona, ég veit um eina tegund sem má nota sem heitir Odense) og setur í formið. Síðan hristir maður það aðeins og hellir síðan súkkulaðinu af því svo það sé bara súkkulaðiskel eftir inni í forminu. Síðan kælir maður formið. Svo býr maður til einhverja fyllingu og setur í formið þegar súkkulaðið er orðið hart. Því næst hellir maður meira súkkulaði yfir til að gera botninn og skefur síðan formið svo allt sé slétt. Svo er þetta kælt. Þegar konfektið er orðið hart í forminu tekur maður það út úr ísskápnum, skellir því á hvolf á borð og þá detta konfektmolarnir úr. Þetta er mjög sniðugt. En auðvitað er hægt að gera allskonar konfekt sem þarf ekki að fara í svona form, sumt fer í lítil bréfform og önnur ekki í neitt.

Hér eru tvær góðar síður með konfekti:

http://www.eldhus.is/eldhus.php?func=birtaflokk&id=10

http://www2.uppskriftir.is/recipesbycat.html?teg=Konfekt

Karat