Nú fer að styttast í jólin Kæru jólabörn

Nú fer að styttast í jólin og ég hef tekið við sem stjórnandi á áhugamálinu.
Ég vonast til að þið sem eruð jólaálfar eins og ég farið nú að taka við ykkur og byrja að hugsa til jólanna. Endilega sendið inn greinar, kannanir, korka og fleira. Í ár verður líka jólabarn dagsins valið og ég vil biðja þá sem hafa áhuga að svara spurningunum á áhugamálinu og senda til mín. Ég vonast til að geta byrjað á jólabörnum dagsins ekki seinna en þann fyrsta nóvember n.k. Ég vil biðja ykkur sem ætlið að senda inn efni að passa eins og þið getið upp á stafsetninguna. Enginn er fullkominn, en okkur munar ekki um að lesa aðeins yfir er það?

Síðustu daga hef ég orðið vör við það að búðir í Reykjavík eru farnar að hugsa til jólanna. Þær búðir sem ég veit að komnar eru með jólavörur eru Hagkaup, Rúmfatalagerinn og Debenhams, en ég á von á því að á næstu dögum og vikum taki fleiri við sér. Næsta laugardag opna Garðheimar sitt jólaland ef ég man rétt og þar verða einhver tilboð, svo það er upplagt fyrir jólaálfa að skreppa þangað og skoða úrvalið.

Verið dugleg að jólast.

Með kveðju; Karat.