vá…ohh..ég er bara strax fari að hlakka til jólanna :) var fyrir soldið löngu að keyra með mömmu upp í kópavog og það var allt svart og buið að vera rigning og þegar að bilarnir fyrir framan okkur gusuðu vatni á okkur leit út eins og það væri svona slabb úti :) hehe…svo var alveg myrkur (eins og ég sagði fyrir ofan) og sáust bara svona eitt og eitt ljós…ég veit ekki af hverju en mér fannst þetta svo jólalegt :) fékk alveg þvílíka jólatilfinningu og hef síðan verið að telja dagana niður…haha…nei kannski ekki alveg en jólin eru alveg æðisleg…langaði bara að lýsa hérna jólunum heima hjá mér :)

Við byrjum á því að vakna, yfirleitt snemma vegna spennings, og horfum á sjónvarpið, yfirleitt svolítið leiðinlegir þættir og barnalegir en hvað með það :) þetta eru jólaþættir :P haha…svo um þrjú koma afi og amma í heimsókn :) þá er auðvitað farið að spila, verðum að drífa í því áður en að klukkan er orðin 6 því að einhverstaðar stendur að það megi ekki spila á jólunum, og svo er farið í sturtu og klætt sig :)
svo er jolamaturinn klukkan 6. Þá kveikjum við á útvarpinu og hlustum á messu og borðum fyrst yfirleitt svona rækjuréttur voða flott með eikkerri steinselju eða eikkað og hrignum, borða ekki hrognin en allt hitt. Svo eru yfirleitt rjúpur, en af því að það var þetta veiðibann á rjúpurnar fengum við seinast einhvern hrygg :)
svo er desertinn…heimagerður ís sem ég elska :) svo er mandla í honum. Afi fær hana alltaf :) :P hehe…ég hef fengið hana einu sinni :P en það var ekki heima sko :)
so er sett í uppþvottavélina og allir fá sér kaffi og konfekt :)
So lesum við systir mín á pakkana :) opnum þá og svo setjumst við niður og tölum saman. Um tólf leitið kemur afgangurinn af nánustu ættingjunum :) það er að segja hin amman og afinn, systkini mömmu og pabba og börn þeirra og svoleiðis :)
svo eru bornar fram kökur og kakó :)
semsagt étið út í eitt :)
ohh…jólin eru yndisleg :) langaði bara að deila þessu með ykkur ;)