Ég ætla að segja ykkur hvernig áramótin hjá mér voru:

Pabbi, ég og systir mín og mamma förum alltaf til frænda míns (bróðir pabba) og þar koma öll systkini pabba, makar og afkomendur (reyndar komst mamma ekki núna útaf veikindum)

Allavegana, við vorum búin að kaupa flugelda daginn áður en gamlársdag (kauptum hjá ÍR einhvern pakka sem heitir bæjarins besti, næststærti held ég)

Ég vaknaði klukkan 11:15 og svo fór ég í sturtu, klæða mig og allt það venjulega. Svo klukkan sonna 4 fór maður að fara í fína dressið (hvítur kjóll) og greiða sér, setja skartgripina á, mála sig og allt það stöff. Veislan birjaði 20:00 og við mættum 20:05 (hehe soldið nákvæm hér) og svo þegar allir voru mættir var birjað að borða, það var hangikjöt og allskonar réttir (ég fékk mér bara hangikjötið og kartöflur) og svo var spjallað saman og sonna eitthvað við frændsystkinin að leika okkur og svo var horft á áramótaskaupið og svo skutum við flugeldum, krakkarnir að gera tilraunir með sprengjur og sonna og svo var desert og svo fóru allir heim.


jæja þetta voru sem sagt áramótin hjá mér :D

en af hverju er ekki hópur fyrir áramót víst það er fyrir jól???

ég setti það bara í jól útafþví að það er mest sem átti eiginlega við

kv tobba