Well…ég sit hér heima og á víst að vera að læra undir próf en nenni því ekki og þá for hugur minn að reika…afhverju höldum við jólin? afhverju er þetta sá tími ársins þar sem flestir eru að farast útaf stressi og flestum líður sem verst?

Hvað snúast jólin um?
Í mínum huga þá snúast þau um það að fagna því að Jesús hafi fæðst. Í öllu jólastressinu þá gleymist þetta allt of oft.
Ég var í vinnunni áðan og við vorum að hlusta á jólalög og einn strákur var alltaf að segja “ohh…þetta er svo flott lag” þangað til eitt lag kom þar sem sungið var um Jesús og að hann væri tilgangur jólanna, þá sagði hann “þetta lag er ömulegt”. Mér fannst lagið bara vera eins og hvert annað jólalag nema hva það var minnst á Jesús í laginu. Ég er ekki að segja að þessi drengur þoldi ekki lagið útaf því að það fjallaði um Jesús, en við meigum ekki gleyma að hann er aðalatriðið varðandi jólinn. Ekki pakkarnir eða maturinn. JESÚS.

Sú hefð að gefa pakka á jólunum finnst mér bara alveg ágæt. Svo lengi sem fólk gleymir sér ekki og hugsar að innihalds pakkans skipti meira máli en hugurinn á bakvið hann. Ég man vel eftir því þegar ég var yngri og þá vildi ég bar harða pakka og helst sem stærsta og sem flesta. Í dag þá hugsa ég, þökkum Guði fyrir það, ekki lengur svona. Ég er sp. hvað ég vil fá í jólagjöf og ég segi mér er alveg sama. Svo nuðar fólk í mér og þá segi ég á endanum, okei, föt, en annars er mér eiginlega sama en ef þú endilega vilt vita eitthvað þá föt.

En það skiptir mig ekki máli hva ég fæ, jújú ég verð ánægður ef ég fæ eitthvað sem mig langar í, neita því ekki og ég ætla ekki að neita að ég verð en smá “æstur” þegar það kemur að þvi að opna pakkana, en samt ekkert eins og áður, núna þá er ég oftast lengst að því í fjölskyldunni og ég flýti mér bara hægt að því.

En það sem ég vil koma fram með þessari langloku minni er það að við meigum ekki gleyma hvað skiptir aðalmáli varðandi jólin og er það Jesús og að hann hafi fæðst á þessum tíma. Allt hitt er bara aukaatriði sem skiptir á endanum engu máli.

Takk fyrir að hafa nennt að lesa þetta og vona ég að þetta hafi meikað eitthvað sens.

p.s. ef það eru stafsetningavillur þá bara so be it =)