Jólasaga (ekki c/p)

~*Langbesta jólagjöfin*~

- Hey, hverjir ætla í Smáralindina á eftir?
- Ég kem!
- Jahá þokkalega!
- Vil ekki missa af því, en þú Sunna?
- Æiji… ég …. ég verð að fara…

Ég hleyp í burtu frá stelpunum. Við höfum verið vinkonur frá fyrsta bekk og höfum alltaf farið saman að kaupa jólagjafir á Þorláksmessu. En núna verður það öðruvísi. Linda, litla systir mín sem er aðeins fimm ára greindist með hvítblæði í vor og síðan hefur allt breyst. Pabbi þurfti að fá sér aukavinnu til að geta borgað fyrir aðgerðina sem hún fór í um miðjan október og til að geta borgað fyrir ýmis lyf og læknishjálp fyrir hana þannig að hann er aldrei heima . Mamma ver hinsvegar öllum stundum þegar hún er ekki að kenna, á sjúkrahúsinu hjá systur minni. Þannig að ég verð að sjá um mig sjálf, þau eru of upptekin til að taka eftir mér.
Ég labba inn um dyrnar og lít í kringum mig. Drasl út um allt. Það hefur ekkert verið tekið til því enginn hefur haft tíma til þess. Allt í einu hringir síminn. Ég hleyp að honum og svara.
- Halló!
- Hæ, Sunna af hverju fórstu?
- Æi… ég þurfti að drífa mig
- Í hvað?
- Bara…
- Sunna þú getur ekki lokað þig svona af!
- Ég er ekkert að því
- Jú, þú ert að því og ég vil að þú hættir því
- Nei, ég bara…
- Sunna… ég get skilið að þetta er mjög erfitt sem þú ert að ganga í gegnum en… þú getur ekki bara lokað þig af svona!
- …..
- Þú getur hringt í mig þegar þú byrjar að lifa lífinu aftur…….

Hún skellir á. Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt? Það er dagurinn fyrir jól og er ekki komið upp eitt einasta jólaskraut eða sería og það er ekkert jólatré í stofunni. Við höfum ekkert bakað og ég efast um það að þau hafi vandað valið á jólagjöfinni minni, ef þau hafa þá keypt einhverja. Ég fer inn í rúm, klukkan er bara tvö um dag en samt er ég dauðþreytt. Svo sofna ég útgrátin. Hálfsofnuð heyrir ég einhvern umgang og hlátrasköll en skipti mér ekkert af því. Þetta er örugglega bara mamma. Svo steinsofna ég.

- Sunna, Sunna mín

Það er mamma sem vekur mig eftir að ég er búin að vera sofandi í fjóra klukktíma. Hún segir mér að vakna og koma fram. Ég geri það og fer fram og kem þá að litlu systur minni í hjólastól og pabbi er búinn að kaupa jólatré og er byrjaður að skreyta. Ég tek eftir því að það er jólaskraut út um allt og innan úr eldhúsinu kemur alveg yndislegur piparkökuilmur. Í fyrstu held ég að ég er ennþá sofandi og að þetta er bara draumur. En þá segir mamma mér það að litla systir hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsinu því læknarnir töldu að krabbameinið væri alveg horfið samt þurfi hún að koma reglulega í skoðun.
Ég ræð mér ekki fyrir gleði og hoppa um og faðma mömmu og pabba og litlu systur. Vá, segi ég. Þetta er langbesta jólagjöfin!
Computer says no