Hæ kæru Hugarar!!

Mig langaði að deila með ykkur áhygjuefni mínu!
Í fyrra 20. des. þá flutti ég með mömmu minni og stóru systur út frá pabba (þau skildu). Þetta voru verstu jól sem að ég hef upplifað! Um þessi jól var amma mín líka allveg að deyja og mamma fór til hennar á aðfangadagskvöld til að vera hjá henni (hún bannaði mér og stóru systir minni að fara líka). Hún vildi að ég og systir mín gætum átt ágæt jól - sem sagt ekki uppá spítala. Svo að pabbi kom heim til okkar og mamma fór. Klukkan 6 á aðfangadagskvöld þá vorum við að skreita jólatréð! Mér fannst það ÖMURLEGT því að jólatréð mitt á ALLTAF að vera tilbúið á Þorláksmessu. Svo fórum við í jólasturtuna og svo í jólafötin! SVO fórum við að elda….við borðuðum ekki fyrr en kl. 22! Svo kom mamma heim og það var allt geðveikt þvingað og ömurlegt á milli hennar og pabba. Svo að núna kvíður mig geðveikt fyrir jólunum! Mér leið geðveikt illa í síðustu jólum…jólin eru tíminn sem að fólk gleðst og er hamingjusammt en ég var heima og það var allt geðveikt ömurlegt! Allir voru geðveikt leiðir og svona…Ekkert hátíðlegt eða gaman.
Svo núna kvíður mig fyrir jólunum! Þetta eru fyrstu jólin sem að ég á án þess að vera með pabba….Hvernig er það? Og svo voru bara síðustu jólin svo erfið! Ég veit að þetta hlómar kannski eins og ég sé bara allgjör grennjuskjóða….´:(
Og núna veit ég bara ekkert hvernig þetta verður! Svo er ég líka orðin grænmetisæta en ekki neinn annar í fjölskyldunni og mig grunar sterklega að ég eigi eftir að neyðast til að éta einhveja ógeðslega steik!:(

En mig langaði nú bara til að hella yfir ykkur af áhyggjuefnum mínum!

Ekki vera með neitt skítkast út af stafsetningarvillum ég er með smá lesblinu….

Vonandi eigið þið ánæjuleg jól! :)

Kv.
Vala
Svo er maður sá er manngi ann, hvað skal hann lengi lifa?