Já gömul lumma en ég fékk samt einhverja löngun í að skrifa um jólin hjá minni fjöskyldu.
Við byrjum að skreyta um 5. - 10. desember, setjum krans á útidyrahurðina, jólaljósin upp o.s.frv.

Þegar vika eða svo er til jóla fer ég til ömmu og baka með henni nokkur tonn af alls kyns kökum en mest gaman er þegar að öll fjölskyldan sameinast í að búa til endalaust mikið af sörum.
Þá fer mann að hlakka til jólanna fyrir alvöru.

Síðan þann 23. desember förum við í bæinn í friðargönguna. Við förum inná eitthvert þéttsetið kaffihús og fáum okkur kakó.
Síðan kaupum við það sem eftir er af jólagjöfunum sem þarf að kaupa og förum heim og skreytum jólatréð. Hjá okkur er ekki rifist um hver fær að setja stjörnuna á toppinn heldur hvaða stjörnu við eigum að setja á hann. Við eigum svo margar stjörnur.

Á aðfangadag förum ég og pabbi minn í jólasveinaleiðangur í útkeyrslu á öllum pökkunum til ættingja. Við látum þá fá gjafirnar og fáum aðrar í staðinn. Eftir það er alltaf horft á pappírspésa á RUV eða Rikka ríka á stöð 2.

Við erum yfirleitt hjá ömmu á jólunum og þar hittast allir og stara á útvarpið þangað til að þulurinn segir að klukkan sé orðinn 6 (já skrítið) Þá býður maður öllum gleðileg jól og við borðum alltaf ógeðslega viðbjóðslega rjúpu strax á eftir og alltaf vondan tobleroneeggjaís í eftirmat. Þegar allir eru orðnir saddir nema ég kveikir afi uppí arininum og við byrjum að opna pakkana.
klukkan 11 er hringt í ættingja í útlöndum og talað við þá.

Já þetta voru jólin hjá minni fjölskyldu, vona ég að þetta hafi verið skemmtileg lesning.
Kv Magnih
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!