Ég veit að það eru svona 70000 manns búin að skrifa um jólin sín, en mér finnst gaman að lesa um annara manna jól og mér finnst gaman að tala um mín og ég vona að þið njótið vel að lesa þetta.

1.des þá byrjum við aðeins að skreyta en samt ekki allt við skreytum alltaf bara svona smám saman. Aðvenntu kransinn er samt náttúrulega komin upp þá. Þegar dagarnir líða þá bakar mamma smákökur, við erum með ógeðslega piparköku uppskrift en samt bökum við þessar piparkökur hvert ár og étum þær ekki. Við systkinin fáum að búa til fígúrur úr deiginu og skreyta kökurnar, við gefumst alltaf upp og nennum ekki meira og afgangurinn verður alltaf óskreyttar kúlur.

Svona 18-21 des (einhvertíman á þessu bili) þá horfum við á uppáhalds jólamyndina mína Nightmare before Christmas, en núna erum við farin að horfa líka á The Grinch.

23.des þá skreytum við jólatréð, þegar við vorum yngri þá skreyttum við það alltaf klukkan 20 eða 21 en núna kemur alltaf e-ð uppá þannig að við skreytum alltaf eftir 00:00. Það er alltaf voða mikill pirringur á þessum tíma og stundum rifrildi, eða alltaf við rífumst alltaf um hver á að setja stjörnuna á jólatréð, við skiptumst nefninlega á og hvert ár þá gleymum við hver setti síðast. Við fáum alltaf smákökur og jólaöl og hlustum á Mahaliuh Jackson.

Ég og bróðir minn vöknum alltaf brjálæðislega snemma 24.des og horfum á jólateiknimyndirnar, en þær eru búnar að vera svoldið crappy núna og við gefumst oft upp og setjum á jólaspólu.

Eftir að allt fjörið er búið á aðfangadagskvöld þá skoðum við gjafirnar okkar og horfum á Galdrakarlinn í Oz. Jóladaginn förum við í mat hjá ömmu og annan í jólum er mataboð heima hjá okkur fyrir frænkur og frænda mína í mömmuætt.

Þetta voru mín jól, þau eru ekki fullkomin en þau eru besti tími sem ég upplifi.