Jólin mín eru alveg yndisleg við byrjum að skreyta þann 30 þetta á því að þá byrjar aðventan en þá förum við niður og leitum að jólakössunum með aðventudótinu. Svo skreytum við bara húsið okkar og svalirnar dagana fyrir jól. 22 desember er kemur pabbi svo heim með jólatré sem við geymum úti til næsta dags. Á Þorláksmessu er bara vaknað og bakað og svo veljum við einhvern fínan matsökustað til að fara á og borðum þar. Þegar við komum heim þá setjum við jólatréð í fótinn og byrjum að skreyta það, ég mamma pabbi og litla systir mín. Á Aðfangadag vakna ég og horfi á barnaefni en þetta er eini dagurinn sem ég horfi á barnaefni. Svo klæði ég mig í föt og ég og systir mín bíðum eftir að bróðir minn komi að sækja okkur til að sendast með jólapakkana og restina af jólakortunum. Við förum á marga staði og stoppum frekar lengi á hverjum stað. Svo þegar ég kem heim um hálffimm fer ég í sturtu og greiði á mér hárið fer í jólafötin mín og bíð eftir að jólin hefjist. Svo á slaginu sex er sest niður við borðstofuborðið og borðað svínakjöt með kartöflum og öllu. Svo fara bræður mínir inní eldhús að setja í uppþvottavélina en ég og mamma mín förum með diskana til þeirra en á meðan eru pabbi og systir mín að hafa til ísglös og ís. Svo er sest niður og borðað ís og opnað pakkana en það er hlutverk mömmu að afhenda okkur þá. Svo, þegar búið er að opna pakkana horfum við á jólaspólur sem við eigum og höfum tekið. Svo lesum við bækurnar sem við höfum fengið og förum að sofa.

Mig hlakkar svoo til jólanna ………..