já ég er algjört jólabarn og jólin eru eini tíminn sem mig hlakkar VIRKILEGA til.
ég ætla að seigja ykkur aðeins frá mínum jólum:

Það er þannig hjá okkur að við höfum allt eins.
Þetta hefst all 13 dögum fyrir jól en þá byrja ég að fá í skóinn þótt að ég sé 16 ára
því að ég hef alltaf fengið í skóinn og mun alltaf fá í skóinn vegna þess að þetta er
svona hefð.
Á þorláksmessu vakna ég og fæ mér að borða og kem þá að mömmu þar sem að
hún er að baka með jólasvuntu, ég finn jólalyktina um allt hús og það kemur yfir
mig sælutilfinning, þegar að allir eru vaknaðir þá förum ég pabbi og annar eldri
bróðir minn til Reykjavíkur . Í Reykjavík klárum við jólagjafa innkaupin, kaupum
jólatré á meðan að elsti bróðir minn, systir mín og mamma eru heima að undirbúa
allt þar. Við komum ekki heim úr Reykjavík fyrr en um miðætti því við erum oftar
en ekki á síðasta snúninga að kaupa jólatréð.
Þegar að við komum heim fer öll fjölskyldan inn í stofu þar sem allt jóladótið
bíður okkar í kössum og við skreytum öll tréð í sameiningu og svo stofurnar
okkar líka, það er alltaf sama gamla dótið sem fer á jólatréð, veggina og á aðra
staði og það finnst mér yndislegt því það myndi hreinlega spilla fyrir ef það væri
eitthvað nýtt dót, þetta hefur allt mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur (eins og
svona littlir jólasveinar sem við hengjum um allar stofurnar eru orðinr svona 30
ára gamlir), þegar að við höfum skreytt allt og sett rétt jóladót á réttan stað förum
við í háttinn.
Þegar að ég vakna daginn eftir er ekkert eins yndislegt eins og að koma niður og
sjá allt skreytt og það kemur stórt bros á munninn og það er barasta yndislegt.
Ég borða morgunmat og hlusta á nokkur jólalög og svo förum við út í bíl og
förum með kort og pakka um bæinn sem við ætlum að gefa og ef ég ætla ekki að
gefa neinum kort þá fer ég með bara upp á gleði (venjulega væri ekkert merkilegt
að fara í bíltúr en þá eru jólin og þá gleður þetta mig svo innilega).
Allan það sem eftir er að deginum er mamma að búa til hamborgarahrygg,
meðlæti og eftirréttin og það kemur himnesk lykt inn í húsið.
Margir seigja að það sé ekkert gaman á aðfangadag fyrr en klukkan 6 en ég er alls
ekki á sömu skoðun, við erum að leggja síðustu hönd á það sem eftir er að gera
fyrir kvöldið og svo klukkan 4:30 fer ég í sturtu, spreyja á mig rakspýra og fer í
jólafötin og þegar að ég er kominn í jólafötin sest ég inn í stofu í smá stund, sé
hvað klukkan er og lít á pakkana sem eru svo margir að þeir eru í tæpri meters
hæð. Síðan klukkkan 17:50 eru allir sestir niður (pabbi alltaf á seinustu mínútu en
það er orðið eins og hefð) og við kveikjum á útvarpinu og hlustum á þögnina á rás
eitt þangað til klukkan 6 er klukknahringingarnar heyrast í útvarpinu og vinaleg
rödd segir útvarp Reykjavík útvarp Reykjavík óskar landsmönnum öllum gleðilegra
jóla þá kemur mesta sælutilfinning yfir mig sem ég hef fengið og við föðmum öll
hvort annað og förum svo inn í borðstofu og fáum okkur að snæða. við sitjum öll
á sama stað, hver á sitt sæti og enginn smakkar bita fyrr en að elsti bróðir minn
hefur skorið sér bita og sagt að hamborgarahryggurinn sé fullkominn þá fáum við
okkur hin og pabbi sker fyrir hvern og einn og að sjálfsögðu er malt og appelsín
blanda á borðinu.
Þegar að við höfum klárað að borða hjálpumst við að með að taka af borðinu og
mamma kemur með eftirréttinn sem er risalamang (möndlugrautur) með
karamellusósu og sá sem fær möndluna fær konfekt sem að hann svo gefur með
sér, Þegar að við höfum klárað að borða möndlugrautinn (hrisígrjónagrautur sem
er búinn að liggja í rjóma og einhverju sniðugu í sólarhring) tökum við saman af
borðum og mammam og melkorka (systir mín) fara og vaska upp á meðan að við
bræðurnir og pabbi setjumst inn í stofu (betristofuna) og tölum saman, inn í
betrisstofu sitja allir á sama stað eins og inn í borðstofu.
Loksins þegar að allt hefur verið vaskað upp og gert fínnt setjumst við öll niður
og pabbi (sem situr í stærsta stólnum hliðin á jólatrénu) tekur upp einn pakka
fyrir sig og les á kortið “frá mömmu og pabba til Kolbeins (ég) ” svo tek ég upp
pakann og verð kampakátur og sýni öllum og svo byrjar pabbi aftur þangað til að
það er búiða ð taka upp alla pakkana þá förum við upp í herbergi hver fyrir sig og
skoðum dótið okkar vel og vandlega og komum svo niður og horfum kannski á
sjónvarpið eða eitthvað og leikum okkur með það sem við fengum (enginn
leikföng reyndar). Síðan þegar að kvöldið er á enda förum við í háttinn og vökum
seint næsta dag og svo upp úr klukkan 3 setjumst við öll upp í bíl og förum í
jólaboð til systur mömmu og hittum þar fullt af fólki sem við eigum víst að þekkja
en ég hef aldrei talað við og þar fáum við rjúpu og sitt lítið af hverju.
Síðan er byrjað að bíða eftir að flugeldasölurnar opni.