Koma jólin of snemma í búðirnar? Ég er alveg voðalega mikið jólabarn, til dæmis á ég afmæli um jólatímann, og elska jólin.
En núna er komið langt fram í október og ég kom inn í Hagkaup í Smáralind um daginn og það fyrsta sem ég sá var alveg stútfull deild af jóladóti: styttum, böngsum, englum, jólasveinum o.fl. Er þetta ekki svolítið snemmt? Persónulega finnst mér það. Ég meina það eru ennþá rúmlega tveir mánuðir til jóla. Og ég veit um fleiri svona dæmi. Ég kom inn í Debenhams í byrjun október og þá var komin heil deild með allskonar jóladóti. Ég hef alls ekkert á móti þessu, alls ekki, en finnst þetta bara of snemmt, einfaldlega. Mitt álit er það að jóladaótið ætti að koma í fyrsta lagi í búðirnar um miðjan nóvember.
Eins og með litlu börnin, þegar þau sjá allt jóladótið í búðunum halda þau kannski að það sé stutt í jólin þegar ennþá eru 2-3 mánuðir til jóla og fara að vona að jólasveinninn komi með dótið í skóinn en verða svo bara fyrir vonbrigðum.
Ég veit að sumum finnst þetta örugglega allt í lagi og fínt að byrja jólainnkaupin snemma og allt það. En liggur búðareigundunum svona á að byrja að græða fyrir jólin eða er þetta bara ég?