Komið þið sæl öllsömul indæla Hugafólk. Núna er aðeins liðið á október og SUMIR en ekki ALLIR farnir að huga að jólum, allavega pínulítið. En semsagt að þá tala margir um stress og slíkt fyrir jólin, ekki óalgengt að heyra þetta, en er hægt að losna við stressið. Svarið er já ef fylgt er þessum leiðbeiningum sem ég hef uppfattað sjálfur:) (skemmtilega orðað). Ætla að reyna að hafa þetta í stuttu máli. Aðalástæða held ég fyrir jólastressi er peningaleysi hjá fólki. Þá ætti fólk bara að hafa smá fyrirhyggju og annaðhvort að byrja að kaupa sumar gjafir á sumarútsölunum. Ég meina haldið þið að ungabarni sé ekki sama þótt að nýi gallinn sé úr Hagkaup síðan um sumarið. Ég veit að fæstir eru ekki í jólainnkaupastuði um jólin en ef fjárhagurinn er ekki mjög góður að þá er ekki alltaf spurt um það. Hins vegar verða jólainnkaupin mun léttari ef þeim er dreift á nokkra mánuði og þá er hægt að eyða desember í að leita kannski bara að gjöf fyrir makann eða eina barnið sitt. Vissulega veit að margir gefa fáar gjafir og eyða ekki miklu í þetta og þá á þessi grein kannski ekki við en þeir fara líka af stað 22. des og gera allt þann dag og á Þorláksmessu og komast ekki neitt vegna þess að traffíkin en að drepa allt og alla. Þannig að lausnarorðið er að gera hlutina með lengri fyrirvara. Ég veit að þetta er ekki neitt sem enginn veit þannig að ekki lemja mig en maður heyrir þetta bara svo oft um jólin. Ég er persónulega mikill áhugamaður um jólabíómyndir og á eitthvað um 30 myndir þar sem að jólin eru annaðhvort aðalefni eða hliðarefni myndarinnar. Frá og með mánaðarmótum sept/okt að þá byrja ég að horfa á myndir sem eru kannski ekki mjög jólalegar, dæmi= Funny farm með Chevy Chase og svo þegar að jólin eru eiginlega kominn að þá er líka endað á honum=christmas vacation. Endilega komið með athugasemdir og/eða ábendingar um þennan frábærasta tíma ársins.
Kveðja frá Kef