Halló halló!

Ég er sko í Bretlandi og eins og þið vitið þá er 4 október í dag. Það erum um 3 vikur síðan ég kom hingað og ekki leið á löngu þangað til að ég fór að sjá Jóladót í búðunum. Það er samt ekki eins og búðirnar séu farnar að setja upp jólaskraut eða eithvað. En allavega eru flest allar búðir farnar að selja og auglýsa fyrir jólabaksturinn vegna þess að bretar baka sko um miðjan október og láta svo liggja eihtverja líkkjöra og eithvað í því. Það eru allstaðar komin jólakort á tilboði. Ég er tildæmis búin að kaupa öll jólakortin mín. Kosta ekki nema 130 kall 25 geggjað flott jólakort með glimmeri og allt. Jólin eru reyndar á allt öðrum tíma hérna. Þeir skreita jólatréð strax í desember og svo er það bara farið út um 25 des. og það er ekkert haldið svona mikið upp á áramótin hérna eins og heima. Ég held það allavega ekki! En ef að ykkur langar að fara að vezla jóladót þá komiði bara til Bretlands og allt jóladót er á tilboði núna :)
En ég bið bara heilsa.
kittý komin í jólaskap!
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.