Er hann til? Eru þeir margir?
Níu eða þrettán?
Er kannski bara einn Sánkti Kláus?

Hér á eftir fylgir sönnun þess að
jólasveinninn er ekki til, ef maður lítur
á málið út frá
vísindalegu sjónarhorni.
Stærðfræðifimir geta jafnframt
gert ráð fyrir 9 eða 13 sveinum miðað við
gefnar forsendur. En þar sem munurinn á þeim tölum og
eftirfarandi er vart marktækur ráðlegg ég ykkur að basla ekki
við það.
Í meðfylgjandi dæmi eru nokkrar
forsendur gefnar útfrá hagtölum SÞ en einungis er
miðað við
einn jólasvein.

1.
Það eru u.þ.b. 2 milljarðar barna (undir 18 ára)
á jörðinni.
Að sjálfsögðu þarf jólasveinninn ekki að heimsækja
múslima,
hindúa, gyðinga eða búddista,
sem lækkar töluna um 15% eða um 378 milljónir.
Það eru að meðaltali 3,5 börn á hverju heimili á
jörðinni,
sem þýðir að jólasveinninn þarf að heimsækja
108 milljónir
heimila, ef við gefum okkur að það sé allavega eitt
þægt barn á hverju heimili.

2.
Jólasveinninn hefur vegna snúnings jarðarinnar og mismunandi
tímabelta u.þ.b. 31. klukkustund til að klára verkefnið
ef við gefum okkur að hann ferðist frá austri til vesturs sem
hann hlyti að gera! Þetta jafngildir því að hann heimsækji
967,7 heimili á sekúndu. Þetta þýðir að hjá hverju
kristnu heimili, sem hefur þægt barn, hefur jólasveinninn
u.þ.b. 1/1000 part úr sekúndu til að leggja sleðanum,
troða sér niður skorsteininn, fylla jólasokka, setja jólapakka
undir jólatréð,borða góðgætið sem skilið er eftir handa honum,
fara aftur upp skorsteinninn, upp í sleðann og af stað til
næsta heimilis. Hér er ekki gert ráð fyrir klósettferðum eða
reykingapásum.
Gerum ráð fyrir því að það sé jafn langt á milli allra heimilana
(sem það er að sjálfsögðu ekki, en það einfaldar alla reikninga)
og u.þ.b. 1 km að jafnaði sé á milli þeirra. Þetta þýðir að
heildar vegalengd ferðarinnar verður u.þ.b. 100 milljónir km.
Þetta krefst þess að sleði jólasveinsins fljúgi með hraða sem
er u.þ.b. 1000 km/sek eða sem samsvarar 3000 sinnum hraða
ljóssins. Þess má geta til gamans að hraðskreyasta farartæki
sem maðurinn hefur byggt er geimferjan Ulysses, sem náði
u.þ.b. 50 km/sek hraða. Vitað er að venjulegt hreindýr getur í
mesta lagi hlaupið á hraðanum 40km/klst. Ekki hefur tekist að
mæla hraða Rúdolfs.

3.
Burðargeta sleðans er annað athyglivert umhugsunarefni.
Gerum ráð fyrir því að hvert barn fái að minnsta kosti einn
Legokubbakassa, miðstærð, sem vegur 1 kg. Þá þarf sleðinn
að geta borið meira en 500.000 tonn, og er jólasveinninn ekki
meðtalinn. Hreindýr getur undir vejulegun kringumstæðum
(á jörðinni) í mesta lagi dregið u.þ.b. 200 kg. Þó svo við
gerum ráð fyrir að þessi sérstöku fljúgandi hreindýr geti
dregið 10 sinnum meira en venjulegt hreindýr,
þá væru 8-9 hreindýr ekki nóg. Nei, jólasveinninn þyrfti á
360.000 hreindýrum að halda. Þessi fjöldi, auk gjafanna,
þýðir að heildarþyngd sleðans er orðin 600.000 tonn.


4.
600.000 tonn sem fljúga með hraðanum 1000 km/sek verða fyrir
frekar mikilli loftmótstöðu. Hreindýrin munu því hitna upp á
sama hátt og loftsteinn er kemur inní lofthjúp jarðarinnar.
Forustuhreindýrin munu móttaka orku sem samsvarar
14.300.000.000.000 X10² joule á sekúndu, sem jafngildir
14.300.000.000.000 X10² watta. Forystuhreindýrin koma til með
að brenna upp á augnabliki, og hreindýrin sem á eftir fylgja
munu fyrst verða fyrir gríðarlegri höggbylgju og brenna síðan
upp eins og félagar þeirra. Hreindýrahópurinn mun sem sagt
brenna upp á 4,26 þúsundastahluta úr sekúndu, þ.e. um það
leiti
sem jólasveinninn er í fimmta húsinu. Þetta allt saman skiptir
í sjálfu sér engu máli, því sleði jólasveinsins geysist frá
kyrrstöðu og uppí 1000 km/klst á aðeins 1/1000 úr sekúndu.
Þetta þýðir að allir í sleðanum verða fyrir krafti sem er
17.500 sinnum stærri en þyngdarkrafturinn (17.500 g).
Jólasveinn sem vegur 150 kg (áætlað útfrá teikningum sem til
eru af Sveinka), mun verða negldur við stólbak sleðans með
þyngd sem samsvarar u.þ.b. 2625 tonnum, sem aftur þýðir að
hvert einasta bein í líkama hans mundi samstundis mölvast í
frumeindir og í raun væri jólasveinninn á þessu stigi málsins
einungis til í vökvaformi og reyndar varla það, því vökvinn
yrði samstundis að gufu vegna hitamyndunar.

5.
Við neyðumst því til að draga þá ályktun að hafi jólasveinninn
einhverntímann verið til, er hann örugglega dauður núna…
Því miður.
www.blog.central.is/unzatunnza