AÐFANGADAGUR

Ég upplifði allveg einstök jól í mínum húsum núna seinast og ég vil deila því með ykkur hugurum.
Fyrst ætla ég að koma með tímalínu til kl. 18. og svo byrja ég að lýsa restinni.

8:00: vaknaður til að fara í kirkjugarða og kaupa nokkrar jólagjafir.

9:00: kominn heim og fer bara smá í tölvuna (gegn andmælum mömmu!).

10:00: legg mig í 4 klst.

14:00: fólk byrjaði að streyma inn til mín til að skiptast á jólagjöfum og bara brunar aftur út!

15:00: waiting for the chrismas :@….

16:00: still waiting!!! :@

17:00: systir mín er komin til að hálpa til við matargerðina :D

18:00: mamma mín elskulega þarf endilega að hlusta á messur í útvarpi OG sjónvarpi og ég kveiki á jólahúsunum okkar (kerti inn í þeim, heill bær að húsum). Maturinn varð tilbúinn um þetta leyti og þetta er fólkið sem kom:

Mamma + Pabbi
systur mínar þrjár og kærastar + börn
bróðir minn
ég
Amma og bróðir pabba + dóttir hans

Allir voru nú sestir og byrjaðir að borða.
Litlu frænkur mínar (1, 2, 3 og 8 ára) voru farnar að láta ókyrrð koma yfir loftið vegna spennu fyrir “pökkunum”.

Þegar allir voru búinir að borða var farið og vaskað upp. Er það var búið þá fengu þaær og allir að hlaupa í pakkana. Það voru bækur, cd, föt, peningur og margt, margt fleira sem voru rifnir upp úr bréfsnifsinu.

Um 9 leytið var komið að árlegu slagsmálunum. Allir fóru að slást um hver ætti hvað og þrír lentu á bráðamóttöku Landsspítalans. (djók)

Nei því að um níu leitið bað einn kærastana um þögn.
Hann var að halda einhverja ræðu, sem fjallaði um hvað móðir mín og faðir ættu yndislega dóttur og hann lagðist á hnén og bað hennar LIVE!

Allt var komið niður aftur og mamma mín bar út ís og meðlæti.
Fólk talaði saman um heiminn og geiminn (ekki bókstaflega, mín fjölskylda eru ekki NÖRDAR! Mamma mín segir að við séum bara sérstök(djók ;))).

Annars vorum við langt fram eftir nóttu að hlægja saman.