Nú er aðfangadagur liðinn hjá og mér fannst hann nú bara eiga þetta stress skilið :).
Ég fékk alveg glás af jólagjöfum og langaði bara að segja ykkur hvað það er:
Það sem var stærsta gjöfin:
Ferð til Austurríkis 3.janúar á skíði :)(Frá mömmu og pabba)
Og svo:
Hokkískauta
Handklæði
32 mg geymslukubb
Bolla
Lampa
Írafár diskinn
Body shop körfu
Hanska
Front á símann
armband
2 styttur
bangsi
naglalakk
Annað handklæði með nafninu mínu skrifuðu á :)
Púða
Snyrtibuddu
Sokka og peysu
Jólasería
Stór blýantur sem var jafnlangur og höndin mín.
Og svo eikkað fleira sem ég man ekki

þetta voru ánægjuleg jól við vorum með saltað svín í matinn og jólatréð var svo ótrúglega flott skreytt :)
Amma og systir hans pabba voru hjá okkur og amma gaf mömmu og pabba skanna þannig að nú fara að koma flottar myndir á kasmír síðuna mína :)

Á Þorláksmessu fór ég niður í bæ þar var mikið að fólki (ég þarf kannski ekki að segja ykkur það)
Hvað eruð þið búin að fá í pökkum og hvað eruð þið búin að vera að gera?