Halló góðu hugarar…
Ég, ásamt fleirum, hef orðið virkilega var við það, að við íslendingar, gerum öll lög að jólalögum!!
sum af okkar jólalögum eru bara alls ekkert tengd jólunum.
ef tökum Snæfinn sjókarl sem dæmi: það er ekkert talað um jól í þessu lagi. Það er allt í lagi að syngja þetta á jólunum en mér finnst að það eigi samt ekkert bara að syngja þetta þá, heldur bara alltaf þegar snjórinn er til staðar!! (s.s. ekki núna)..:(
Og svo ef við tölum aðeins um Adam átti syni sjö, það þarf nú varla að benda á að það er bara ALLS EKKERT tengt jólunum. Það er um mann sem á sjö stráka, og þetta ætti að vera svona barnalaga, sem sungið er á leikskólum og gert hreyfingar með..

Og svo er annað tilfelli um lag sem við íslendingar syngjum aðeins á jólunum, en í Danmörku er það VORLAG!! því miður man ég ekki lengur hvaða lag þetta er en kannski getur eitthver bent mér á það.

En jæja góða fólk, hvað finnst ykkur um þetta, hafiði pælt í þessu?

En ég óska ykkur gleðilegra jóla, það bendir a.m.k. allt til þess að jólin mjög skemmtileg hjá mér eins og alltaf:)
vonandi ykkur líka:)