Nokkur jólalög sem hægt er að sungja á aðfangadag.

“Adam átti syni sjö”

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá,
og allir gerðu sem Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman lófunum,
hann stappaði niður fótunum,
hann ruggaði sér í lendunum,
og sneri sér í hring.


“Gefðu mér gott í skóinn”

Gefðu mér gott í skóinn
góði jólasveinn í nótt
úti þú arkar snjóinn
inni sef ég vært og rótt
góði þú mátt ei gleyma
glugganum er sef ég hjá
Dásamlegt er að dreyma
dótið sem ég fæ þér frá.

Góði sveinki gættu að skó
gluggakistunni' á
og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.
Gefðu mér eitthvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Ó, hve skelfing ég yrði kát
ef þú gæfir
eina dúkku, ígulker
eða bara hvað sem er.

Gefðu mér eitthvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.


“Snæfinnur snjókall”

Snæfinnur snjókall,
var með snjáðan pípuhatt
gekk í gömlum skóm og með grófum róm
gat hann talað létt og hratt.
Snæfinnur snjókall,
bara sniðugt ævintýr
segja margir menn, en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
En galdrar voru geymdir í gömlu skónum hans
er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.

Já, Snæfinnur snjókarl
hann var snar að lifna við
og í leik sér brá, æði léttu þá
uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
sneri koll himins til
og hann sagð' um leið; Nú er sólin heið
og ég soðna hér um bil.“
undir sig tók hann
alveg feikna mikið stökk
og kolasóp inni í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn var ekki seinn
alveg niðrá torg
Með sæg af börnum söng ahann lög
bæði um sveit og höfuðborg.

já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann
því að yfir skein nú sólin hrein
og hún var að bræða hann.


Öll lögin getiði síðan fundið á disknum ”Göngum við í kringum"
Þakka fyrir mig og Gleðileg Jól!!!!
uhh ha?