Sælt veri fólkið.

Það sem ég hef gaman af á jólunum og hef gert síðustu 3 ár er að smella saman minn eigin jóladisk með jólalögum sem ég finn á netinu, hef meira að segja sungið sjálfur eitt eða tvö lög á þeim diskum með nokkrum kunningjum til að komast í svona almennilegan jólafíling, og til að hlæja af sjálfum sér.

Það sem ég oftast geri er að skoða forrit sem að leyfa manni að deila með öðrum mp3 lögum, og bara skrifa inn jól á mörgum mismunandi tungumálum. Skrýtnustu lög og mörg mjög skemmtileg koma upp, t.d. þekkt lög í öðruvísi búningi eða alveg óþekktar perlur sem maður hefði aldrei fundið með því að brasa um í einhverri búðinni í jólaösinni.

Í dag er ekki bara hægt að deila einu og einu lagi út á netið, heldur er hægt að setja upp litla útvarpsstöð með sínum lögum, t.d. með winamp shoutcast.

Ég vildi endilega láta fljóta spurningu á jólafólkið hér á huga hvort að einhverjir hefðu aðstöðu til þess að kannski smella upp þvíumlíkri stöð á netinu upp, þeir sem hafa aðstöðu til, og fjölda af mismunandi jólalögum? Kannski veit einhver af svoleiðis stöðvum útí heimi akkúrat núna, og þá væri gaman að vita URL-ið á þeim.

Það góða við svoleiðis stöðvar eru að þær eru ekki með auglýsingar á 5 mín. fresti, og oftast með áhugaverðara úrval af jólalögum. Líka þarf ég víst að hanga í vinnunni mikinn part yfir jólin (fyrir framan tölvu), þannig að ég hefði áhuga á svoleiðis til að stytta mér stundir.

Með jólakveðju,

K.