Halló allir jóla“álfar”, mig langar að forvitnast um hvort þið syndið lagið sem að maður lærði í gamla daga um jólasveinanna svona eða..

Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrýn við hátt og hýðir þá með vendi
upp á hól stend ég og kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna
upp á hól stend ég og kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.

Eða syngið þið þetta á gamla mátan

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi
móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi
upp á stól stendur mín kanna
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna
upp á stól stendur mín kanna
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.

Ég er bara svo forvitin um þetta því að ég er að heyra svo marga tala um að kenna börnum þetta núna eins og þetta var í stað breyttri útgáfu. Þess vegna langar mig að vita hvað ykkur finnst.
kveðja valsarakvk