jæja ég var að velta fyrir mér hvaða spil þið mynduð vilja spila um jólin.

allavega er það hefð hjá minni familíu að spila “jólaspil” um jólin m.a. á jóladag með jólaeftirréttnum.

ég var að spá í þessum tveimur:

Hringadróttinsspilið
Sérstaða spilsins felst í því að allir leikmenn vinna saman að því sameiginlega markmiði, nenfilega því að komast með hringinn eina til dómsdyngju og eyða honum þar. Á þeirri leið er komið við á helstu stöðum í sögunni: baggabotni, Rofadal, Moría, Mordor, Skellubotni, Lotióren og hjálmsdýpi.

Þeir sem spila gagna í hlutverk hobbita og eins og í sögunni er ekki um neina samkeppni þeirra á milli, heldur vinna þeir saman.

2-5 leikmenn
frá 10 ára aldri.

****** - hæsta einkunn í fókus
——————————————–

Catan - landnemarnir
Catan, eitt vinsælasta spil í heiminum í dag er loksins komið til landsins. Spilið gegnru út á það að hver leikmaður vinnur sér inn stig með því að leggja vegi og byggja bæi og borgir á óbyggðri eyju en til þess þarf hann að verða sér úti um hráefni. Leikmenn byrja allir með tvo bæi og tvo vegi sem er nó til að vinna sér inn hráefni og vinna sér inn veldi sitt. Þetta er spil sem allir verða aðð prófa.
——————————————

H afðið þið prufað þessi spil? hvernig finnst ykkur?