Ég hef verið að pæla.
Hvers vegna er flest fólk alltaf að flýta sér að gera allt klárt fyrir jólin?
Hvers vegna þetta jólastress.
Mér finnst að fólk ætti að slappa af og dúlla sér og vera í jólaskapi en ekki vera að drífa sig að kaupa allar jólagjafirnar og baka smákökur og allt það.
Ég er sammt ekkert að segja að fólk megi ekki vera svona fljótt á ferðinni og baka allar þessar smákökur en mér finnst að fólk ætti að slappa af.
Ég held að flest fólk sé búið að gleyma hvers vegna við höldum jól.
Mér finnst að allir eigi að minnast þess hvað gerðist á jólunum.
Ef að fólk veit alveg hvers vegna eru haldin jól og segja bara:
,,Já, jólin eru haldin því að Jesús fæddist og það blabla." Þá vita þau það eiginlega ekki.
Ég skil ekki þetta jólastress.
Mín fjölskylda er með ekkert jólastress(fyrir utan amma mín.) við höfum alltaf bara dúllað okkur og verið voða sein á ferðinni.
Ég er í þvílíkum jólafílingi og er bara að hafa það notalegt.
Ég vona að flestir séu það líka og bara Gleðileg jól.