Ég var að velta því fyrir mér hversu margir fari í messu á jólunum. Ég persónulega hef aldrei farið í messu nema þegar ég var 2 ára eða eitthvað og núna er mig farið að langa alveg rosalega.
Ég spurði mömmu og hún var meira en lítið til í þetta en ég held að pabbi sé ekki eins sáttur. Hann vill nefninlega ekki skilja bakarofninn eftir í gangi þegar enginn er heima. Gerir fólk það ekki almennt? það er ekki það hættulegt er það?
Allavega. kl. tólf finnst mér það vera orðið of seint að fara út úr húsi, þá eru allir komnir í náttfötin og farnir að borða konfekt og skoða gjafirnar og svoleiðis.
Vinkona mín fer í kirkju á hverju einast ári kl. 6. Ég var að talal við hana og hún sagði mér að tilfinningin væri alveg ótrúleg! Allt öðruvísi en þegar maður er bara heima (okey, hún hefur víst líka verið heima) en hún sagði að þegar Heims um ból er sungið í endann á messunni sé það eins og að fá jólin beint í æð. Þetta langar mig að upplifa þessi jóla.

Kveðja,
*mmus*