Sælir jólahugarar!
Ég bý erlendis og langar náttúrlega rosalega mikið heim um jólin. Við erum sex Íslendingar sem búum hérna og allir nema ég og annar strákur vorum búnir að panta sér ferð heim um jólin. Námslánin mín eru ekki að leyfa mér að ferðast fyrir fimmtíu þúsund svo ég var búin að sætta mig við að halda jólin með þessum strák á stúdentagörðunum hérna. Hugsaði bara með mér að þetta yrði öðruvísi. Foreldrar mínir virtust ekki hafa tök á að hjálpa mér að koma heim svo þetta var eina lausnin. Svo ákveður kærasta þessa stráks að koma út og vera hjá honum um jólin. Þá vandaðist málið. Mig langaði ekki að eyðileggja þeirra jól saman og alls ekki að vera bara með þeim í matartímanum og fara svo ein inní íbúðina mína og opna pakkana! Ég ákvað að segja foreldrum mínum ekki frá þessu að ég yrði alein og var farin að gera það besta úr þessu í huganum. Svo fæ ég bréf að heiman sem inniheldur flugmiða til Íslands:) Ég varð endalaust glöð og hoppaði næstum því hæð mína í loft upp. Mamma og pabbi sögðust ekki geta hjálpað mér en ákváðu að koma mér á óvart (voru meira að segja búin að kaupa flugmiðann áður en ég fór að pæla í því).
Þetta stefnir sko í að verða þau bestu jól sem ég hef átt. Ég er farin að hlakka svo mikið til að fara heim, en það gerist á föstudaginn, eftir fjóra daga sem sagt!
Hvernig er það með aðra Hugara sem búa erlendis. Farið þið heim um jólin eða verðið þið úti?
Ég vona bara að það séu margir eins heppnir og ég að komast heim:)
Jólakveðja
Peewee -sem-er-farin-að-pakka-niðu