Mér datt í hug að senda inn þessa grein þar sem
að við í 8.bekk vorum að tala um ýmsa jólasiði
sem er enn framfylgt á sumum heimilum og hafa verið lagðir
niður á öðrum heimilum. Þar á meðal þessir siðir:

1. Heima hjá mér er alltaf farið út á aðfangadagskvöld til að
sækja jólin, við förum út í dyr og signum fyrir utan. (ATH við erum ekkert ofsatrúuð eða neitt svoleiðis) Enginn í bekknum hafði heyrt um þetta, ekki einu sinni presturinn!! (við vorum í fermingarfræðslu í skólanum )

2.Að hlusta á jólamessuna í útvarpinu. ENGINN gerir það nema ein stelpa í bekknum, en einu sinni var það alltaf gert ef fólk komst ekki í kirkju.

3.Að fá sér miðnæturkaffi á jóladag. það þekkist varla lengur,
það var aðeins gert í gamla daga.

4.Að syngja saman og ganga í kringum jólatréð…ok,ok. ég veit að
ykkur finnst varla trúlegt að það sé gert annars staðar en í HAPPY CRISTHMAS Amerísku bíómyndunum, en ótrúlegt en satt, þetta var einu sinni vinsæll siður sem hefur þó nærri því lagst alveg af. (HVER ER HISSA?? það sama og að spila á e-ð hlhjóðfæri og syngja hástöfum…

5.Að hafa möndlugraut og möndluvinning. Það lagðist næstum því alveg af fyrir nokkrum árum, svo er eins og það hafi komið
aftur í tísku eða e-ð svoleiðis, því að akyndilega byrjuðu allir á því aftur.

Það eru ýmsir fleiri jólasiðir sem ég nenni bara ekki að telja upp núna, en þessir hér fyrir ofan sýna bara hvað fólk upplifir jólin mismunandi.

GEFIÐ ÁLIT!“! (”,)

kv. steina89
kv Kaffibaun :)