Sælir Hugar.

Þannig er að ég er 19 ára og mamma mín dó fyrr á árinu. Það sem ég var að velta fyrir mér var það að ég hef ekki fundið fyrir neinu jólaskapi þetta árið, oftast nær er ég byrjaður að hengja upp seríur og alles núþegar á þessum tíma, en ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það. Mamma var nefnilega rosalegt jólabarn og var það hennar líf og yndi að vera með fjölskyldunni á þorláksmessu, (það var alltaf skemmtilegasti dagurinn hjá okkur). Ég var að reyna að hlusta á jólalög til þess að komast í jólafíling enn þegar maður heyrir viss lög eins og ó helga nótt með Agli Ólafssyni þá grenjar maður úr sér augun og getur ekki hugsað sér jólin án mömmu.
Ég var að hugsa hvort það sé einhver hérna á huga sem er að upplifa það sama og ég og þá endilega svara mér.

Kveðja K