Kæru Hugarar!

Mig langar að deila mínum jólum með ykkur.

Það vill svo leiðinlega til að mamma mín er alkahólisti og hjá henni eru jólin ekki hátið ljóss og friðar heldur hátíð flöskunnar.
Guð blessi vodkað. Þetta finnst mér vera sorglegt því hún gerir sér ekki grein fyrir þessu sjálf. Ég sjálf var í dópi og drakk og reykti en er clean núna en ég viðurkenni alveg að það er freistandi að stela af henni pakka eða einni flösku af uppáhaldinu sem er vodka. Í kringum jólin er þetta allra erfiðast því á milli jóla og nýárs drekkur konan frá sér ráð og rænu og vaknar svo á nýja árinu og mann ekkert eftir jólunum. Þess vegna er ég vön að láta mig hverfa nokkuð oft á þessum tíma.
Hún getur nú samt verið ágæt og mér þykir vænt um kellinguna þrátt fyrir allt en ég bý nú heima og er yngst og finnst þetta nú stundum fullmikið að leggja á einn ungling.
Svo hefur mér verið sagt að hún hafi lamið pabba minn með KÚSTI áður en ég fæddist en það hefur hún nú ekki gert ennþá að mér sjáandi.
Ég vona bara heitt og innilega að ykkar jól séu betri og að mamma verði skárri í ár.

Gleðileg jól!

Lola