Það er að segja að komast svona snemma í jólaskap, mér finnst stundum eins og ég sé eini aulinn í heiminum sem ekki er kominn í jólaskap í byrjun desember. Mér finnst jólalög í útvarpinu byrja allt of snemma, auglýsingar frá stórmörkuðunum alveg óþolandi, allir vera allt of stressaðir að undirbúa eitthvað sem kemur hvort eð er þtt maður sé ekki tilbúinn.
Ég kemst ekki í jólakap fyrr en á þorláksmessu, þá dríf ég mig niður í bæ og kaupi jólagjafir handa vinum og ættingjum… og ekki í troðninginum í Kringlunni mind you… heldur finnst mér best að labba niður Laugaveginn með vini mínum og versla í litlum búpðum þar sem lítið er að gera… hitta svo stelpurnar okkar á kaffihúsi á eftir (eftir að þær hafa verið í 6 tíma í Kringlunni að kaupa einn kertapakka).

Þannig að ég err að spá í hvenær þið komist í jólaskap… nú þegar eða einhverntíman seinna… kannski aldrei?
————–