Jóladagatal sjónvarpsins árið 2002 kallast ,,Hvar er Völundur?” og var síðast á dagskrá sjónvarpsins árið 1996.

Þættirnir fjalla um tvo vini sem heita Gunni og Felix sem kynnast sérstökum manni með það sérkennilega nafn Völundur. Völundur er smiður.
Smíðastöfa Völundar er heima hjá Felix eða Gunna (man ekki. Missti af smá af fyrsta þættinum)

Dag einn kemur Völundur út úr skápnum (ha? útúr skápnum. hættið! ég hata þessa brandara) hjá Gunna já eða Felix og býður þeim inn á smíðastofuna sína sem er inn í skápnum. Þeir þyggja boðið náttúrulega. Gunna fannst allt á stofunni flott og vildi eiga allt. Felix fannst Gunni vera dónalegur. Þá gaf Völundur, Gunna stóran ljótan poka sem hann á að setja allt gott í.
Þeir kveðja Völund svo og fara til baka.
Allt í einu heyrist skelfingaróp og Gunni og Felix hlaupa aftur inn á smíðastofuna en viti menn. Völundur er horfinn og allt flotta dótið.
Gunni og Felix þurfa nú að fara í hættulega en skemmtilega för til að bjarga Völundi.
Ætli gamli ljóti pokinn komi að góðum notum?

Fylgist með kl. 18:50 alla daga til jóla.

Þetta var smá kynning á jóladagatalinu í ár eins og þið hafið ábyggilega komist að.

Hvert er ykkar uppáhalds jóladagatal og í guðana bænum ekki segja að ég sé fáviti að hafað látið inn grein um sjónvarpsdagatalið.

Kveðja

maurinn