Eru ekki allir komnir í jólastemmingu, 22 dagar í jólin (þegar þetta er skrifað að minnsta kosti) og allir að setja upp jólaskraut, jólaauglýsingar út um allt, jólasveinn í smáralindinni að reyna að hugga barn sem fékk risajólakúlu í hausinn og svo jólagjafir, dýrar, brothættar jólagjafir.

Mörgum finnst eflaust að það ætti að reyna að finna sem flottasta jólagjöf, þótt það sé dýrt. Ætli allir hafi ekki heyrt setningar eins og þessa “ætli henni/honum líki nokkuð við þessa gjöf”. Þar liggur aðalmiskilningurinn, “sælla er að gefa en að þiggja” eins og maðurinn sagði, en það þýðir ekki að gefa bestu gjöfina er eins og einhver víma.
Það er nefnilega hugsunin bakvið það að gefa, ef einhver manneskja gæfi mér gjöf, þótt hún væri ekki nema lítill kertastjaki, og ég hefði ekki gefið henni gjöf, þá væri ég djúpt sokkinn. Þessi manneskja hugsaði til mín, gaf mér, en ég gleymdi henni.
Ef hinsvegar manneskjan gæfi mér bíl eða einhvað álíka dýrt og mikið, þá held ég nú að einhvað grunsamlegt væri að gerast, er manneskjan að reyna við mig.

Svo, ekki ganga of langt á jólunum. Gleðileg Jól
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey