Jólasaga 2002
Hreggviður sat fyrir utan gluggann 22. desember og stundi. Hann stundi því að hann hafði ekki fengið neitt í skóinn um nóttina. Hann var ekki kátur og var fúll út í jólasveininn. Og svo allt í einu þá datt honum í hug að skrifa bréf til jólasveinsinns og hann ættlaði að skamma hann fyrir að hafa sleppt sér þessa nótt.

Á bréfinu stóð:
,,Kæri jólasveinn ég vill bara að þú vitir það að ég er ekki svo sérstaklega ánægður með framkomu þína gagnvart mér að þú skulir hafa gleymt mér ekki gera það aftur kær kveðja Hreggviður”.
Svo næsta dag þá leit hann í skóinn og þar var ekki neitt annan daginn í röð. Núna var Hreggviður alveg brjálaður og sagði að hann hataði jólasveininn hann sagði það við mömmu sína og mamma hans sagði að jólasveininn væri bara heima hjá sér í fjöllunum að búa til dót handa krökkunum. Hreggviður var alveg gáttaður og mjög hissa að hann væri ekki búinn að því. Hann spurði þá af hverju hann hafði fengið eitthvað allar hinar næturnar. Mamma Hreggviðs skipaði honum að fara inn til sín og leika sér af Batman bílnum sínum.

Hreggviður fór inn til sín og skrifaði jólasveininum annað bréf:
,,Hr. Jólasveinn, mamma sagði að þú værir ennþá upp í fjöllunum að byggja pakka. Ég skil ekki framkomuna í þér og þú ættir að skammast þín. Ég er reiður út í þið og mig langar einnar helst til að drepa þig. P.S. mig langar í bíl. Bless”.

Næsta dag vaknar hann og öskrar:
,,jei það er aðfangadagur! Þú hlýtur að vera að spauga. Enginn pakki í skónum”
Núna var Hreggviður sko sár að hafa ekki fengið pakka og hann fór að gráta. Hreggvið leið illa og mamma hans reyndi hvað hún gat til að kæta hann upp. Ekkert virtist ganga. Eftir hamborgarahrygginn og ísinn þá byrjuðu allir að opna pakkana. Hreggviður fékk fjarstýrðan bíl og flugvél. Hann var ekkert kátur. Þá sá hann pakka lengst undir trénu.
Á pakkanum stóð:
Til Hreggviðs Frá Jólasveininum.
Mamma og pabbi Hreggviðs litu á hvort annað og könnuðust greinilega ekkert við pakkann. Hreggviður opnaði pakkann og í honum var sjónvarp. Hreggviður kveikti á því. Í sjónvarpinu var jólasveinninn að segja að Hreggviður yrði að bjarga honum. Jólasveininum hafði verið rænt af Kolli erkióvin Jólasveinsins. Hann var í gíslingu á Kollastöðum. Með sjónvarpinu fylgdi búningur. Hreggviður fór í búninginn.

,,all bí bakk” mumlaði hann á meðan hann hugsaði hvað hann væri að segja. Hreggviður hoppaði á ofurhraða út um stofugluggan. Það var rok úti og allt hafurtask fjölskyldunnar fauk út. Hreggviður var nú kominn til Kollastaða.
,,Pólíester og Górítex allt sem þú þarft” sagði Hreggviður um leið og hann lenti. Við talið heyrði Kollur í honum.
,,Svo þú ert kominn, Hreggviður” Skrækti Kollur
,,Það er ég. Slepptu gamla manninum. Hann þarf ekki að blandast inn í þetta. Þetta er á milli mín og þín” Sagði Hreggviður

Jólasveinninn er bundinn í stól fyrir aftan Koll og Hreggvið. Hann bendir Hreggviði á belti sem hann er með. Hreggviður grípur í beltið og dregur út þrjár eðlur og hendir þeim á Koll.
,,Hvað hefuru gert. Þú hefur bjargað jólunum. Ég hata jólin. Ég er að deyja” öskraði Kollur.
Hreggviður notar laserbyssu á beltinu til að losa jólasveininn. Loks flýgur Hreggviður með jólasveininn á bakinu heim. Hreggviður sér að húsið er allt í skralli heima hjá sér. Jólasveinninn segir að það geri ekkert til. Komið þið bara til mín. Hreggviður, mamma og pabbi fara heim til jólasveinsins þar sem fullt af fólki bíður eftir honum og fagnar.

,,Hérna er strákurinn sem bjargaði lífinu mínu” Hrópar jólasveinninn yfir áhorfendurna.
Allir fagna.
Jólasveinninn fer aðeins afsíðis og nær í stóran miða.
,,Hérna er ávísun á jólapakka alla ævi sama hvað kemur upp á. Kíktu aftan á. 25% afsláttur á American Style” Segir jólasveinninn á meðan hann réttir Hreggviði hana.
,,Hvernig fá allir hinir krakkarnir pakka” spyr Hreggviður
,,Jólasveinka mín bar þá út” svarar jólasveinninn
,,Af hverju fékk ég þá ekki pakka þessa daga?” spyr Hreggviður
,,Ég held að nafnið þitt hafi þurrkast úr tölvunni minni fyrir tveim þrem dögum” svarar jólasveinninn.
,,ó” segir Hreggviður hugsi
,,Það skiptir ekki máli núna. Skálum” öskrar jólasveinninn yfir mannmúginn

Þannig endaði nú sú saga um Hreggvið og jólaævintýrið hans.