Hver kannast ekki við þennan lagabút: ,,Jólasveinar einn og átta…”

Jólasveinar einn og átta?! Það gefur okkur níu. Þeir eru ekki níu. Þeir eru þrettán.
Stekkjastaur, Stúfur, Skyrgámur, Kertasnýkir, Þvörusleikir, Askasleikir, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Hurðaskellir, Kjetkrótur, Pottasleikir, Giljagaur og Gáttaþefur.

Að því gefnu tilefni ætla ég að sanna að þeir voru níu í gamla daga. Jólasveinarnir voru upphaflega þjófar sem Grýla og Leppalúði þjálfuðu til að ræna hlutum og mat fyrir sig. Þeir voru þrælar og ræningjar.

Á sumrin æfðu þeir sig og svo þegar veturinn skall á sendi Grýla þá niður til byggða og þeir áttu að ræna. Það fór einn í einu.

Þar sem það voru bara til ræningja jólasveinar þá eru hinir bara skáldskapur.
Þeir jólasveinar sem ræna engu eru: Gluggagægir, Gáttaþefur, Hurðaskellir og Giljagaur. Allir hinir ræna hlutum. Ég ætla ekki að koma með dæmi um hverju hver rænir en ef þið eigið svona jóladagatal (ekki með súkkulaðinu né sjónvarps) með hvaða jólasveinar koma og fara í hvert sinn þá sjáiði hverjir ræna hverju.

13= Fjöldi jólasveina landsins
4= Fjöldi þeirra jólasveina sem ræna ekki

Ef þið mínusið 13 frá 4 fáiði út 9 sem er tala þeirra sem ræna. Þetta ætti að vekja ykkur skilning á því að það er alltaf sungið: ,,Jólasveinar einn og átta…”

Takk fyrir og veriði blessuð