Jólalög á Íslandi..
Ég hélt að það væri bannað að spila jólalög í útvarpinu fyrr en 1.des. Ég er samt búin að heyra jólalög á einni útvarpstöð og mér finnst það ekki gaman vegna þess að manni á að hlakka til jólalagana. Maður á að geta kveikt á útvarpinu með tilhlökkun 1.des og hlustað á jólalög. Mér fannst þetta mjög skrítið þegar ég heyrði þetta.

En svo er það jólaskrautið og öll jólaljósin. Ég skil þau ekki heldur… Afhverju eru þau komin svona snemma mér finnst líka að þau egi ekki að koma fyrr en í byrjun desember! Það er meira að segja byrjað að setja á ljósastaurana… Það er kanski allt í lagi að fólk setji það upp heima hjá sér það er bara það sem fólkinu finnst… En bæjarfélögin eiga að sýna tillit til þeirra sem halda ekki upp á jól… Hvað finnst ykkur? Setjiði ykkur í spor þeirra sem eru annarar trúar og halda ekki upp á jól. Ég þekki fólk sem að tekur börnin sín úr grunnskólunum í byrjun desember vegna þess að þar er alltaf svo mikið um jólaundirbúning og fleira. Ég stundum skil þetta ekki..
Ég held upp á jólin og finnst það yndislegur tími en stundum pæli ég í því hvað þessu fólki líður illa…
Hvað finnst ykkur um þetta..
Þetta er bara svona smá pæling hjá mér!!
Endilega svarið…
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.