Mér finnst mjög gaman á Þorláksmessu. Jólalög í botni heima og svo förum ég og pabbi í bæinn á meðan systir mín og mamma eru heima að baka og þrífa (það kemur ekki til greina að við fáum að koma nálægt bakstrinum feðgarnir við prófuðum einu sinni að baka jólatertu 2veir saman en þannig fór að við rugluðumst á hveiti og lyftidufti og ,,kakan´´ sprakk) þegar ég kem heim set ég jólamynd í vidioið t.d. cristhmash vacation eða i´ll be home for cristhmash.
Um kvöldið er alltaf hangikjét á borðum með öllu tilheyrandi. Svo hjálpa ég til við undir búninginn þangað til að allt er búið sem ég get gert. Þá set ég fleiri jólamyndir í tækið og kíki á svona jólasíður eins og þessa:). Við skreytum aldrei jólatréið okkar fyrr en á Aðfangadagsmorgun en setjum þetta 2metra háa gerfitré upp á Þorláksmessu. Mér finnst of erfitt að sofna á Þorláksmessu en það kemur oft eftir 3-4 jólamyndir;).

Hvernig er Þorláksmessan ykkar?
P.S. kíkiði á jol.is og ýtið á tónlist þá fáiði fullt af mp3 jóllögum inná tölvunna ykkar.