Jólakonfekt Á mínu heimili er komin ákveðin hefð á að gera jólakonfekt.
Börnin elska það að fá að gera sitt konfekt sjálf og við höfum komið okkur upp konfektmótum sem hægt er að nota til að gera svona ekta konfekt en það fylgir alltaf að gera einhverskonar fígúrur og kalla úr marsipani.
Það sem þarf til að gera svona fígurur er marsipan, rauður og kannski grænn matarlitur til að lita marsipanið, kókosmjöl, nougat og bráðið súkkulaði til að skreyta með.
Svo er bara að nota hugarflugið til að finna út hvernig fígúrur á að gera, við veltum snjóköllonum uppúr kokosmjöli.
Hægt er að gera heilt þorp ef maður nennir. Þetta er einhvað sem við höfum gert fyrir hver jól í nokkur ár en svo rakst ég á þetta á danskri <a href="http://juleaften.kvickly.dk/default.asp?id=469&c al_m=11&m=11&d=8&a_details=109&listall=1=>heimasíðu.</a > Svo með alvöru konfekt þá er að koma sér upp konfektmótum en það er líka hægt að nota svona pínulítil muffensmót sem fást í flestum búðum og þá er notað brætt súkkulaði, flórsykur og einhvað gott bragðefni, við höfum notað dropa hægt er að fá jarðaberja, banana og margar fleirri tegundir.
Byrjar á að setja bráðið súkkulaði í mótið fylla það alveg og hella svo úr því þannig að mótið er með súkkulaði alveg uppað brún en myndast hola í miðjunni,
svo er sett smá vatn saman við flórsykur og hann bragðbættur með bragðefni til að fá fyllingu,
sett smá fylling í holuna á molanum og lokað fyrir með súkkulaði. Ef þið notið þessi litlu muffensform þá er hægt að setja smá nougat ofaná og jafnvel skrautsykur.
Gangi ykkur vel í konfektgerðinni :)