Jólaföndur :o) Hæ hó!

Smá jólaföndur sem ég fann á netinu ;o)

Serviettu engill

Það sem þarf:

2 hvítar serviettur

Mjór borðin
Karton eða pappa spjald

Álpapír

Svartur tússpenni

Lím



Leiðbeiningar:

Klippið 10 tommu bút af borðanum. Kuðlið annari serviettunni saman í bolta. Setjið serviettu boltan í miðju hinnar serviettunar, og bindið fyrir með borðabútnum þannig að endarnir af serviettunni myndi búk en boltin höfuð. Teiknið nú andlit á engilinn með tússpennanum á miðja kúluna.

Klippið nú um það bil 5 tommu ræmu af álpapírnum og rúllið upp og myndið svo hring úr rúlluni, þetta verður svo geislabaugurinn á engilinn og límist aftan á höfuðið, hér mætti svo gera engilinn vandaðri ef þú vilt og setja á hann hár úr garni en það er ekki nauðsynlegt.

Klipptu annan 10 tommu bita af borðanum og límdu hann aftan á höfuð engilsins í lykkju sem mun svo þjóna þeim tilgangi að hengja engilinn upp.

Klippið út út kartoninu tvo vængi, fasta saman í miðjunni, límið álpapír á báðar hliðar vængjanna og klippið af óþarfa odda sem hugsanlega standa út úr vængjunum eftir það, nú ættu vængirnir að vera orðnir silfurlitir og límast loks á bak engilsins.
……………………………..



Sælgætis krans
Það sem þú þarft

1 vír herðatré

Um það bil 30 stykki af alskonar hörðu innpökkuðu sælgæti, brjóstsykur og þ.h.

Um það bil 30 stykki af marglitum krulluðum borðum í u.þ.b. 8” bitum.

Vír klippur

Tangir til að beyja herðatréð

Sterkt teipi

Venjuleg skæri til að klippa borðana.


Leiðbeiningar:

Réttu úr herðatrénu og klipptu það í tvent (þannig dugir það í 2 kransa).
Beygðu hálfa herðatréð í hring með u.þ.b. 4“ vír uppúr sem beygist í krók til að hengja kransinn upp.
Klipptu borðana í 8” bita.
Brjóttu borðabitana í tvent og bintu sælgæti í miðjan borðan þannig að borðin bindist við umbúðir sælgætissins þar sem bréfið er snúið saman.
Bindið nú sælgætið fast með rembihnút við vírinn. Bindið sælgætið fast upp við vírinn svo að vírinn hverfi alveg þegar allt sælgætið er komið.
Krullaðu báða enda borðana með skærunum.
Endurtaktu lið 4-6 uns vírinn er horfinn og sælgætið búið.
Það getur verið að það þurfi ekki svo mikið sælgæti og það gæti verið að það þyrfti meira það fer eftir stærð sælgætisins. Efst á kransinn mætti setja stórann borða til að fela krókinn ef þú vilt. Þennan karans er hægt að borða án þess að taka hann í sundur heldur er þá sælgætið tekið úr bréfinu á kransinum, þannig að bréfið verði eftir. Snjalt til að bjóða gestum upp á og gott í jólagjafir.

…………………………………………… ……………

Jólaskraut úr trölladegi

1 bolli salt

2 bolar hveiti

1 bolli vatn

Blandið saman salti og hveiti og blandið svo vatninu saman við smátt og smátt. Hnoðið vel þar til það er þétt í sér, u.þ.b. 5-10 mín.

Fletjið degið út og stingið út myndir með smáköku mótum, notið tannstöngul eða prjón til að gera gat efst á hverja köku til að hengja upp. Bakið á vægum hita í u.þ.b. 30 mín. Eða þar til þær eru harðar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar má skreita þær með þekjulitum eða glimmeri. Varist að kökurnar blotni. Ef þú átt til lakksprey t.d. fyrir keramik er gott að spreyja þær nú. Þræðið að lokum borða í gatið og skrautið er tilbúið til að hengjast upp á jólatréð.
…………………………………….. ………………….


Og svo smá jólasöngvar svona rétt í lokin ;o)


Við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
og gleðilegs árs.

Góð tíðindi færum við
til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.

Við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
og gleðilegs árs.

En fáum við grjónagrautinn,
en fáum við grjónagrautinn,
en fáum við grjónagrautinn,
Já, grautinn hér út?

Góð tíðindi færum við
til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.

Því okkur finnst góður grautur,
því okkur finnst góður grautur,
því okkur finnst góður grautur,
Já, grautur út hér.

Góð tíðindi færum við
til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.


Og héðan þá fyrst við förum,
og héðan þá fyrst við förum,
og héðan þá fyrst við förum.
Er fáum við graut.


Góð tíðindi færum við
til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.