Skraut
Þegar líða fer að jólum er löngu búið að skreyta allt í öllum búðum
og verslunamiðstövum (sem er svosem í lagi).
En flest fólk skreytir ekki heima hjá sérfyrr en 1. desember eða
eitthvað í kringum hann. Sumir skreyta bara eitthvern veginn en aðrir hafa
þetta mjög skipulagt. Eins og t.d. hafið þitt ekki keyrt þarna á Bústaðaveginum
þar sem kallin á heima sem skreytir alveg ROSALEGA mikið sem er alveg flott eða hvað finnst ykkur?.
En mig langar að vita hvernig þið skreytið heima hjá ykkur.
Sumir eru á móti jólaseríunum og vilja bara hafa kertaljós og svoleiðisskraut
(allir skreyta eftir sínum smekk:D ).
Svo er annað sem væri gaman að vita eru miklar jólahefðir haldnar uppi í þinni fjölskyldu? eins
og að fara í messu og þess háttar.

Annars var ég að skrá mig inná huga og þetta er fyrsta greinin mín svo ég
veit ekki alveg hvað ég á að skrifa um á þetta áhugamál (þið megið koma með hugmyndir).
kv. Misty