Hátíð ljóss og friðar Kæru hugarar!

Mér finnst mjög leiðinlegt þegar fólk kemur inn á jólaáhugamálið og byrjar að kvarta undan því að við séum að byrja of snemma í jólastússinu! Þeir eru ekkert tilneyddir til að koma hingað! Það er ekki eins það stingi þetta fólk í augun við að sjá örsmáum stöfum á forsíðunni tengilinn…jólin!
Ekki verð ég eitthvað ofboðslega reið og hneyksluð við að sjá einhverjar greinar um Blizzard leiki, eða eitthvað álíka, á forsíðunni á hverjum degi. Samt finnst mér það áhugamál bara rugl! En ég er samt ekki að fara inn á það áhugamál í tíma og ótíma og kvarta! Ég er heldur ekkert á móti því fólki sem er á því áhugamáli! Þetta fólk sem stundar það áhugamál getur gert það í friði fyrir mér! Það kemur mér ekkert við!
Svo finnst mér alveg ömurlegt þegar þetta sama fólk svarar jólagreinum og er með einhvern skæting út í jólin og að við séum að tala um jólin of snemma!
Hvað er í ALVÖRUNNI svona hræðinlegt við jólaauglýsingar og jólaljós??
Ég fer ekki í jólaskap við að horfa á jólaauglýsingar eða við að fara í Kringluna og sjá jólaskrautið þar! Og þess vegna er mér alveg sama um hversu snemma fólk byrjar að skreyta!
Sjálf byrja ég ekki að skreyta fyrr en á aðventunni, og þá bara aðventuljós, ljós í glugga og greni á svalirnar eða eitthvað.

Ég er byrjuð samt að hlakka smávegis til jólanna og er byrjuð að hlusta á jólatónlist og þannig. Mér finnst ég ekki vera í jólaskapi of snemma, heldur seint ef eitthvað er! Því að það eru jú bara 40 og eitthvað dagar í jólin og margt sem þarf að gera!
Því er eins gott að fara að drífa sig af stað og dreyfa kostnaðinum aðeins yfir á mánuðina, því það er jú dýrt að halda jól!
Ég veit ekki með ykkur en ég á eftir að kaupa allar jólagjafir, jólakortin, skrifa á jólakort og senda þau, kaupa jólaföt, hreingera, baka jólakökur og margt, margt fleira.

Ég er í mikilli tónlistarfjölskyldu og því margir byrjaðir að æfa jólalög og ýmislegt. Ég byrjaði sjálf í október að æfa jólalögin.

Mér finnst líka að jólin sjálf séu að hlakka til þeirra..eða þið vitið.
Mér finnst alltaf jafn hátíðlegt og gaman á jólunum heima hjá mér þegar öll fjölskyldan mín kemur saman og allir eru í svo góðu skapi. Ég á mörg systkini og fæ sjaldan að hafa þau öll hjá mér í einu! Svo hjálpumst við að með matinn og stelumst til að hrista jólapakkana undir jólatrénu…
Svo þegar klukkan slær sex óska allir öllum gleðilegra jóla og svo hlustum við á messuna og þannig. Jólin eru jú hátíð ljóss og friðar og fólk ætti að vera í góðu skapi og ekki bara hafa áhyggjur af reikningunum og pirrað út af jólaösinni!

Takk fyrir,
rectum