Jæja núna fer allt að renna í jólinn og maður er nú kominn í smá jólaskap vegna snjósins. Eitt sem að ég hef reyndar ekki upplifað áður er hálkan og að vera á bíl og leika sér þar. Sem að mér finnst allveg yndislega gaman en svo verður maður nátturulega að fara varlega þar sem að maður getur lennt í árekstri eða klesst útaf.

En nóg um það. Það sem að ég ættlaði að reyna að koma framm er það hvort að Ameríkanar séu mmikklu meiri jóla gaurar en við? Þegar maður er í ameríku svona í byrjun október þá er það eina sem maður sér er jólaskraut og allir að auglýsa jólatilboð og svoleiðis. En á sama tíma þá, líður Íslendingum eins og að sumarið sé rétt að enda og jólaskrautið kemur ekki upp fyrr en í lok nóvember eða byrjun desember (eða allaveganna þannig hjá mynni fjölskyldu og ég get nú varla talað fyrir hönd allra landsbúa). Núna er það samt soldið þekkt að Íslendingar geta verið mjög latir og nenna lítið að koma upp jólaskrauti en samt þegar að jólin eru allveg í nánd þá komast fólk í jólaskap og skreyta. Samt fynnst mér það furðulegt að Bandaríkinséu svona hyper, ég hefði haldið að þetta hefði verið öfugut, bara útaf því að það eru 13 jólasveinar og aðeins einn hjá þeim. En núna langar mig nú soldið að vita hvort að öðru fólki líður eins og mér að vera löt við að koma jólaskrauti upp?