Ég ætla að skrifa um leik Íslendinga á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka….


Svo skemmtilega vildi til að ég var í bænum en ég á við landfræðilega fötlun að stríða svo ég ákvað að reyna að komast á leikinn svo ég fór með fyrrverandi bekkjarfélaga mínum og einum besta vini mínum, RobbieFowler, á leikinn.


Um leikinn var ekki mikið að segja.. liðið spilaði ekkert rosalega vel á móti “B-liði” Frakka sem hins vegar spiluðu mjög vel en höfðu bara 2ja marka forskot eftir fyrri hálfleik, 17-15.


Seinni hálfleikurinn var hinsvegar hörmung og á sumum stundum vildi maður ekki vera þarna. Svo voru það líka þær mínútur sem mann langaði að labba inn á völlinn til “Duran Duran fan” dómaranna og rétta þeim gleraugun sín því þeir þörfnuðust þeirra greinilega meira en mín.


En maður var samt fljótur að sætta sig við þetta og fór niður á gólf til að fá eiginhandaráritanir eða minjagrip ef maður var heppinn, en það gerðist ekki nema að ég á núna “teip” af einum besta vinstri hornamanni í heimi.


Pabbi vinar míns kom svo og náði í okkur en áður en hann kom vorum við að flippa í frönsku leikmönnunum og vinur minn gerði mjög svo skemmtilegt grín í einum leikmanni en ég má víst ekki segja frá því hér….. (grátur)

Lokastaða 36:30


Þannig endaði það…


Bambino19 yfir og út!