Valur – FH Laugardalshöll, föstudaginn 17. febrúar 2006.

Ég fór á Val – FH í höllinni áðan og tók þá ákvörðun að skrifa aðeins um leikinn.

Baldvin Þorsteinsson skoraði fyrstu 2 mörkin í leiknum og fyrstu 3 mörk Vals.

Valsarar byrjuðu semsé á því að komast 3 – 1 yfir, en þá hættu Valsarar að skora í smá tíma og FH jafnaði 3 – 3.

Í lok seinni hálfleiks fékk Bavou lappirnar á Kristjáni Karlssyni í hausinn á sér og varð því að fara útaf og var ég þá nokkuð hræddur um að hann myndi ekki spila meira, en ég fór af þeirri skoðun þegar hann átti fyrsta markið í seinni hálfleik.

Eftir aðeins 10 mínútur í seinni hálfleik þá fékk Bavou annað högg og fór aftur útaf en á leiðinni útaf þá var hann næstum rokinn í einn FH-inginn sem var á bekknum, en sem betur fer voru 2 Valsarar sem náðu að stoppa hann áður en hann komst í hann.

Stuttu seinna þá var leikurinn stoppaður og allir á sama stað og það var greinilegt að FH-ingarnir voru hvorki ánægðir með dómgæsluna né Valsarana.
Einn FH-ingurinn hrinti Hjalta Pálmasyni, þessi FH-ingur var heppinn að Hjalti væri ekki mjög skapstór því að þá hefði hann mjög líklega legið.

Lítið markaskor var seinustu 7 mínúturnar eða svo, en þá var aðeins skorað 1 mark og það voru FH-ingar sem skoruðu það.

Þegar 60 mínútur voru búnar þá var staðan 26 – 25 fyrir Val og áttu FH-ingar þá eftir að taka aukakast sem fór í vörn og því vann Valur leikinn 26 - 25
Mér fannst að þeir hefðu átt að fá vítakast en ekki aukakast þarna í lokin.

Besti maður Vals að mínu mati var Hlynur Jóhannesson en hann varði yfir 20 skot, makahæsti Valsarinn var Baldvin Þorsteinsson en hann skoraði 7 mörk og næstur var Hjalti Pálma með 5 mörk.

Markahæstur hjá FH var Hjörtur Hinriksson með 6 mörk og næstur var Sigursteinn Arndal með 5 mörk.


Ef ég ætti að gefa dómurunum einkunn fyrir dómgæslu þá fengu þeir ekki hærra en 2 og samt er ég Valsari.

Illa mætt á leikinn og léleg stemming í fyrri hálfleik, aðeins betri stemming í seinni hálfleik en samt ekki nógu góð.