Ísland - Noregur Ég ætla að fá að vera fyrstur hér með leikjaumfjöllun

Ísland og Noregur mættust í 3 vináttulandsleikjum um seinustu helgi[25 – 27. nóvember 2005] fyrsti leikurinn var í Vestmannaeyjum og fór 32 – 23.
Í hálfleik í Eyjum var staðan 15 – 11 fyrir Íslendingum og skoruðu Íslendingar fyrstu 3 mörkin í seinni hálfleik.
Í Eyjum skiptust mörkin svona:
Aleksander Petersson 7/4
Róbert Gunnarsson 6
Guðjón Valur Sigurðsson 6/2
Snorri Steinn Guðjónsson 5
Einar Hólmgeirsson 4
Þórir Ólafsson 3
Baldvin Þorsteinsson 1

Birkir Ívar Guðmundsson var í markinu í fyrri hálfleik og varði 8 skot og 2 af þeim skotum voru vítaköst.
Gísli Guðmundsson var í markinu í seinni hálfleik og varði 8 skot.

Annar leikurinn var í Varmá, Mosfellsbæ sá leikur var jafn og spennandi leikur þósvo að Ísland hefði átt að vinna leikinn en Íslendingar misstu niður 3 marka forystu á seinustu mínútum og þessvegna endaði leikurinn með 33 – 33 jafntefli, það er reyndar eru orðin hefði og ef aldrei notuð í íþróttum.
Í hálfleik á Varmá var staðan 16 – 11 fyrir Norðmönnum.
Á seinustu sekúndunum þá fékk Vignir Svavarsson tækifæri til að skora sigurmark fyrir Ísland af línunni en markmaður Norðmanna, Sindre Valstad varði skot Vignis.
Markahæstu menn í Varmá voru:
Ísland:
Snorri Steinn Guðjónsson 10
Einar Hólmgeirsson 7
Aleksander Petersson 6
Guðjón Valur Sigurðsson 6
Noregur:
Kenneth Klev 8
Jan Lauritzen 6

Varin skot:
Ísland:
Hreiðar Guðmundsson 12
Hlynur Morthens 4, þar af 2 víti
Noregur:
Sindre Valstad 21

Seinasti vináttuleikur liðanna var í Kaplakrika þann 27. nóvember 2005.
Ísland var öruggt með sigur frá byrjun leiks.
Leikurinn endaði 32 – 26 fyrir Íslendingum.
Markahæstir í Íslenska liðinu voru:
Snorri Steinn Guðjónsson 10
Guðjón Valur Sigurðsson 6
Einar Hólmgeirsson 6
Vignir Svavarsson 4