Það eru fimm leikir á dagskrá í ESSO deild karla í handbolta. Í dag verður bæjarkeppni í boltanum þar sem bæði Akureyrarliðin mæta báðum Hafnarfjarðarliðunum. Haukar voru Íslandsmeistarar á undan núverandi meisturum KA. Því gætu þessar viðureignir í kvöld skorið úr um hvort bæjarfélagið er besti handboltabær landsins?

ESSO deild karla
20:00 Stjarnan-Víkingur
Þessi lið eru hlið við hlið í deildinni í 11. og 12. sæti. Stjarnan er fyrir ofan með 6 stig en Víkingur er með 3 stig. Þetta er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið til þess að koma sér frá botnbaráttunni.

20:00 HK-Valur
HK á mjög erfiðan leik fyrir höndum þegar þeir fá Val í heimsókn. Eins og flestir vita er Valur að stinga önnur lið af í deildinni og er eina liðið sem enn hefur ekki tapað leik. HK situr í 7. sæti með 9 stig eftir 8 leiki.

17:00 Þór Ak.-Haukar
Þetta gæti orðið svakalegur leikur. Haukar eru með gríðarsterkt lið og hafa verið mjög sigursælir undanfarin ár. Þórs liðinu hefur gengið mjög vel í ár og eru í 2. sæti á eftir Val með 12 stig. Haukarnir eru í 4. sæti aðeins einu stigi á eftir. Ef Haukarnir vinna geta þeir skellt sér í annað sætið, uppfyrir Þór.

17:00 FH-KA
KA er í 5. sætinu með 11 stig og þar rétt á eftir er lið FH með 10 stig í 6. sæti. Þarna verður hörku slagur líkt og í hinum “Hafnarfjörður-Akureyri” slagnum. KA tapaði síðasta leik sínum gegn grönnum sínum frá Akureyri og það var í fyrsta skipti í 11 ár sem þeir tapa fyrir Þór í deildarleik. Þeir eiga því eftir að koma í Hafnarfjörðinn sem argandi ljón.

17:00 Grótta/KR-Selfoss
Grótta/KR er í 8. sæti deildarinnar með 7 stig og fyrirfram er líklegt að þeir vinni öruggan sigur gegn gestunum úr Víkingi. Víkings-menn hafa tapað öllum 8 leikjum sínum hingað til og það þarf eitthvað að gerast til þess að þeir fari að vinna leiki. Það má þó aldrei vanmeta neitt lið í efstu deild og Víkings liðið getur alveg gert öðrum liðum skráveifur ef þannig liggur á þeim.
I like to kill and dance ballet.