Sælir/sælar

Ég hef rosalega mikinn áhuga á að byrja að æfa handbolta, en þar sem að maður er orðinn 21 árs þá er maður orðinn of gamall í yngriflokka hjá liðum.

Er ekkert um byrjendahópa eða oldboys lið ??

Veit eitthver um það ??

Ég er ekki að segja að þetta þurfi að vera hópar af fólki sem hefur aldrei kastað bolta á milli, ég sjálfur hef æft íþróttir í síðan ég var 6 ára og gæti nú allveg komið mér inní eitthvað lið í neðri deild.