Ég hef fylgst með síðustu leikjum í deildinni og hefur mér fundist dómgæsla þessara leikja heldur slök, í mörgum tilfellum. Mér finnst dómarar oft ekki alveg samkvæmir sjálfum sér. Kannski fljótir að dæma leiktöf á annað liðið á sama tíma og hitt liðið má ekki snerta á mönnum þá fá þeir að fjúka útaf.
Ég er að velta fyrir mér hvor það sé að hafa einhver áhrif að ekki séu lengur eflirlitsmenn á leikjum.
Ég var að spjalla við eftirlitsdómara í vikunni og hann var að segja að þetta hafi ekkert verið rætt, bara allt í einu var ákveðið að núna skyldi þessu hætt, hann sagði t.d. að flestir hefðu sætt sig við að greiðslan til þeirra hefðu verið lækkið og þeir hefðu kannksi fengið 1000 kall á leik eða eitthvað slíkt í staðin fyrir að hætta alveg. Ég er pínu hræddur um að við séum að lenda í smá hallæri í þessum málum, hvað haldið þið?